Category: Almennar fréttir

5 milljónir greiddar út í mars

5 milljónir greiddar út í mars

Fræðsla á vinnustað er innan orðin hluti af menningu margra fyrirtækja og umsóknir í sjóðinn undirstrika það. Í marsmánuði bárust sjóðnum 42 umsóknir frá 19 fyrirtækjum og hafa þá sjóðnum borist alls 109 umsóknir það sem af er ári. Styrkloforð eru rétt undir fimm milljónum króna. Á bak við umsóknir mánaðarins voru 1577 starfsmenn og […]

Endurmenntun bílstjóra hjá Ölgerðinni

Endurmenntun bílstjóra hjá Ölgerðinni

Ölgerðin heldur úti virkri fræðslustefnu, byggða á greiningu sem fengin var m.a. með verkefninu Fræðslustjóri að láni, og með víðtækri fræðsluáætlun sem nær til allra starfsmanna er öflugu fræðslustarfi viðhaldið, þ.m.t. er endurmenntun atvinnubílstjóra. Á dögunum sóttu atvinnubílstjórar hjá Ölgerðinni endurmenntunarnámskeið hjá Framvegis símenntunarmiðstöð. Alls voru það 23 bílstjórar, þar af 13 sem teljast til […]

Að gefnu tilefni er á það bent………

Að gefnu tilefni er á það bent………

Alla jafna eru þær umsóknir sem berast sjóðnum í góðu lagi og innihalda öll nauðsynleg fylgigögn.  Þá er einfalt að reikna út styrk og frágangur umsóknar  tekur ekki langan tíma.   Marsmánuður skar sig úr hvað þetta varðar og mikið um óvandaðar umsóknir þar sem vantaði gögn eða gögn illa framsett og illskiljanleg.   Því er vinsamlegast […]

Hard Rock Cafe fær Fræðslustjóra að láni

Hard Rock Cafe fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Hard Rock Cafe á Íslandi, en staðurinn var opnaður í lok árs 2016. Hjá fyrirtækinu starfa um 75 starfsmenn í eldhúsi og framlínu staðarins, sem jafnframt veitingasölu er með verslun í andyri eins og venja er með veitingastaði þessa vörumerkis. Þá þarf starfsfólk að undirgangast […]

Bílaleigan Geysir fær Fræðslustjóra að láni

Bílaleigan Geysir fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Bílaleiguna Geysir ehf. Bílaleigan er elsta bílaleigan í Reykjanesbæ, fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1973. Reksturinn hefur verið í núverandi mynd frá árinu 2003 og fjöldi starfsmanna er vel á fimmta tug.  Fyrirtækið er með gæðavottun Vakans og með verkefninu er verið að formfesta fræðslu starfsmanna […]

„Annar í kaffi“ föstudaginn 16. mars

„Annar í kaffi“ föstudaginn 16. mars

Við sem störfum hér hjá Starfsafli getum seint undirstrikað mikilvægi þess að eiga gott samtal við forsvarsmenn fyrirtækjanna sem félagsmenn okkar starfa hjá, til að sjá hvað betur mætti fara í starfsmenntamálum þess hóps. Sem lið í því bjóðum við þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum […]

Engin lognmolla hjá Starfsafli

Engin lognmolla hjá Starfsafli

Það var engin lognmolla hjá Starfsafli í febrúar frekar en aðra mánuði ársins og fögnum við því. Við viljum sjá vöxt og við viljum sjá fyrirtæki leita til sjóðsins, þá er Starfsafl að skila sínu. Í febrúar bárust alls 40 umsóknir frá 25 fyrirtækjum. Styrkloforð voru alls 4.534.312 og þar af er búið að greiða […]

Íslenskir fjallaleiðsögumenn fá Fræðslustjóra að láni

Íslenskir fjallaleiðsögumenn fá Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Fyrirtækið var stofnað árið 1994 og var markmið þeirra sem stóðu að stofnun þess að fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn, eins […]

Stjörnugrís ehf fær Fræðslustjóra að láni

Stjörnugrís ehf fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Stjörnugrís ehf.   Upphafið að rekstri fyrirtækisins má rekja aftur til til ársins 1935 þegar fyrstu gylturnar voru keyptar. Þær voru fjórar að tölu en eru 1.500 í dag. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að búskapurinn hafi verið upphaflega í Eskihlíð við Miklatorg en er í dag […]

Ístak fær Fræðslustjóra að láni

Ístak fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Ístak hf. Á vefsíðu fyrirtækisins stendur að stefna þess sé að vera leiðandi verktakafyrirtæki á Íslandi sem mætir þörfum markaðarins fyrir framkvæmdir af ýmsum toga.  Þá segir ennfremur að fyrirmyndar verkskipulag, aðstaða og gott starfsfólk sem býr að framúrskarandi þekkingu og reynslu gerir fyrirtækinu kleift […]