Við fögnum þeim hundraðsta

Í lok febrúar á þessu ári undirritaði Starfsafl hundraðasta samninginn vegna Fræðslustjóra að láni, rúmlega 10 árum eftir að fyrsti samningurinn var undirritaður.

Samningurinn var við fyrirtækið Ístak og ráðgjafi var Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf, en hann hefur komið að fjölda slíkra verkefna við góðan orðstír. Verkefninu lauk á dögunum og afurðin er glæsileg fræðsluáætlun sem nær til allra starfsmanna fyrirtækisins. 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrsti samningurinn var undirritaður til þess hundraðasta, en verkefnið hefur verið í sífelldri þróun og tekið breytingum í takt við þarfir atvinnulífsins og fyrirtækjanna. Engu að síður eru meginmarkmið þau sömu, að lána ráðgjafa inn til fyrirtækja, fyrirtækjunum að kostnaðarlausu að undanskildum þeim tíma sem felst í framlögðum tíma starfsfólks sem tekur þátt hverju sinni. Þá er í flestum tilfellum um samstarfsverkefni Starfsafls og annarra sjóða að ræða  og fer þá eftir félagsaðild starfsmanna, hvaða sjóðir koma að hverju sinni.

Hlutverk ráðgjafans er að greina með markvissum hætti fræðsluþarfir fyrirtækisins, samhliða stefnu þess, og draga upp fræðsluáætlun sem tekur til allra starfsmannahópa innan fyrirtækisins. Það gerir hann með völdu starfsfólki og stjórnendum í rýnihópum. 

Að því sögðu hefur það verið mikill fengur fyrir sjóðinn að hafa unnið með framúrskarandi ráðgjöfum, bæði sjálfstætt starfandi og ráðgjöfum innan símenntunarstöðvanna, sem búa yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði. Verkfærið sem slíkt hefði aldrei náð að festa sig í sessi ef ekki væri fyrir þá og gott samstarf á milli allra hlutaðeigandi.

Fræðslustjóri að láni er góð leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslu- og starfsmenntamálum í farveg, fá aðra sýn á fræðslustefnu fyrirtækisins, velta við steinum og horfa til framtíðar.Þá er það ekki síst mikilvægt á tímum þar rætt er um fjórðu iðnbyltinguna, þar sem störf eru að taka miklum breytingum eða hverfa alveg og því enn mikilvægara en fyrr að fjárfesta í hæfni og þróun starfsmanna sinna.

Það sem af er ári hefur Starfsafl undirritað 9 samninga svo ljóst er að ekkert lát er á sókn fyrirtækja í verkefnið.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem fengið hafa Fræðslustjóra að láni frá upphafi til þess fyrirtækis sem undirritaði hundraðasta samninginn.

Straumhvarf hf. (Artic adventures)
Actavis ehf.
Airport Associates
Alcan 
Allrahanda
Allt hreint ehf.
Askja
Avis bílaleiga
AÞ þrif
Bananar
Bandalag íslenskra farfugla
Bílabúð Benna
BM Vallá
Brúarveitingar
Bus Travel Iceland
DHL Hraðflutningar
Efling, stéttarfélag
Eimskip
Elding
Farfuglar
Ferskar Kjötvörur
Félagsstofnun stúdenta
Firmex-Alex ehf
Flugfélag Íslands
Foðurblandan
FoodCo hf
Fosshótel
Gámaþjónustan
Grillhúsið
Gunnars majones
Hamborgarafabrikkan
Hótel Reykjavík centrum
Hótel Keflavík
Hótel Óðinsvé
Hreint
Icelandair Hotel Natura
Icelandair Hotels 
Ikea
ISS Ísland
ÍAV
Íshestar
Ísl. Gámafélagið
Íslandshótel
Íslensk Ameríska
Íslenska gámafélagið
Ístak
Kaffi Duus
Kaffitár ehf
Katla/fræðslustjóri
Kex Hostel
KFC
Kjörís
Klasasamstarf fimm fyrirtækja í Hveragerði
Kopar restaurant
Lagerdere
Langbest veitingar
LNS saga
Loftorka
Lystadún Marco
Lýsi hf.
Lækjarbrekka
Marel
Miðbæjarhótel
Miklatorg
Mjólkursamsalan
N1
Nesfiskur
Northen Light Inn
Nói Síríus
Olíudreifing
Olíuverslun Íslands
Pizza Pizza ehf.
Plastprent
Pústþjónustan BJB
Radisson Blu 1919
Rauði krossinn á Íslandi
RUV
Samskip
Securitas
Serrano Ísland ehf.
Síldarvinnslan
Skeljungur hf.
Skemmtigarðurinn Smáralind
Skólamatur ehf.
Sólarræsting
Sólning ehf
Steypustöðin
Stjarnan
Stjörnugrís
Toppfiskur
Vífilfell
Ölgerðin
Öryggismiðstöðin
Össur hf.
1912 samstæðan
66°N