Að gefnu tilefni er á það bent………

Alla jafna eru þær umsóknir sem berast sjóðnum í góðu lagi og innihalda öll nauðsynleg fylgigögn.  Þá er einfalt að reikna út styrk og frágangur umsóknar  tekur ekki langan tíma.  

Marsmánuður skar sig úr hvað þetta varðar og mikið um óvandaðar umsóknir þar sem vantaði gögn eða gögn illa framsett og illskiljanleg.  

Því er vinsamlegast beint til þeirra fyrirtækja sem sækja um í sjóðinn að hafa í huga að tiltaka allt sem beðið er um, s.s. fjölda tíma námskeiðs, nöfn þátttakenda, kennitölur og stéttarfélagsaðild og passa að reikningur fylgi með umsókn. Allt eru þetta lykilatriði þegar kemur að útreikningi styrks.  

Vinnureglur Starsfafls eru á þann veg að vanti gögn þá er sendur póstur eða hringt símtal og kallað eftir gögnum.  Ef meira en 4 vikur líða frá því að umsókn er lögð inn án þes að tilskilin gögn eða leiðréttingar á gögnum hafa borist, er umsókn hafnað.