Hard Rock Cafe fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Hard Rock Cafe á Íslandi, en staðurinn var opnaður í lok árs 2016.

Hjá fyrirtækinu starfa um 75 starfsmenn í eldhúsi og framlínu staðarins, sem jafnframt veitingasölu er með verslun í andyri eins og venja er með veitingastaði þessa vörumerkis. Þá þarf starfsfólk að undirgangast ákveðna þjálfun sem allt starfsfólk veitingahúsakeðjunnar þarf að undirgangast. Með verkefinu er verið að að formfesta alla þjálfun enn frekar og aðlaga að rekstrinum hér að teknu tilliti til stefnu fyrirtækisins og veitingahúsakeðjunnar.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Mímir Símenntun sér um hlut ráðgjafans að þessu sinni og ráðgjafi verkefnisins er Inga Jóna Þórisdóttir.

Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins. Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5107550