Skrifstofa Starfsafls verður opin fram að hádegi mánudaginn 23. desember. Þá verður skrifstofan lokuð á milli jóla og nýars. Opnum aftur kl. 10:00 fimmtudaginn 2. janúar. Stjórn og starfsfólk Starfsafls sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Category: Almennar fréttir
Íslenska gámafélagið styrkt vegna námskeiða
Í vikunni veitti Starfsafl Íslenska Gámafélaginu ehf samtals 860 þúsund krónur í styrk vegna námskeiða fyrir starfsfólk. Fyrirtækið fékk Fræðslustjóra að láni snemma árs 2016 og er eitt fjölmargra sem nýtir sjóðinn á hverju ári. Styrkupphæðin náði til 16 starfsmanna fyrirtækisins í hinum ýmsu störfum. Þau námskeið sem styrkt voru eru meðal annars íslenska, vinnuvélanámskeiða […]
Framkvæmdastjóri Starfsafls ritar í Hjálm
Fjárfesting í þjálfun og þróun er lykillinn að því að takast á við breytingar á störfum, mögulegar hindranir og skort á þekkingu og færni innan vinnustaða, hvort heldur um stofnanir eða fyrirtæki er að ræða. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar um fjórðu iðnbyltinguna og mikilvægi þess að búa starfsfólk sé undirbúið. Markaðsforskot í […]
Álverið í Straumvík styrkt um 2,4 milljónir
Í upphafi mánaðarins veitti Starfsafl fyrirtækinu Rio Tinto á Íslandi hf. sem rekur álverið í Straumsvík, 2, 4 milljónir í styrk vegna námskeiða fyrir starfsfólk og áskriftar að rafrænu námsumhverfi. Á bak við styrkupphæðina eru 375 starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið er með öfluga stefnu í fræðslumálum og rekur meðal annars sinn eigin skóla, Stóriðjuskólann. Þess utan […]
Hlaðbær Colas styrkt um 1,3 milljónir
Í byrjun mánaðarins veitti Starfsafl Malbikunarstöðinni Hlaðbær Colas hf. 1,3 milljónir í styrk vegna námskeiða fyrir starfsfólk. Styrkupphæðin náði til 69 starfsmanna fyrirtækisins. Þau námskeið sem styrkt voru eru meðal annars íslenska, viðgerðir og viðhald, öryggismál, merking vinnusvæða, frumnámskeið og kerrunámskeið. Þá var veittur styrkur vegna meiraprófs en slíkur styrkur getur numið allt að 300.000,- […]
1182 félagsmenn og 900 kennslustundir
Í þessum næstsíðasta mánuði ársins bárust sjóðnum 48 umsóknir frá 19 fyrirtækjum. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var um 7.5 milljónir og á bak við þá tölu eru 1182 félagsmenn og tæplega 900 kennslustundir. 6 umsóknum var hafnað og ein umsókn er enn í vinnslu þar sem tilskilin gögn vantaði. Þá voru tvær umsóknir um rafrænt námsumhverfi […]
Er þinn vinnustaður að horfa til framtíðar?
Í nýútgefnu fréttablaði Eflingar er örstutt grein skrifuð af framkvæmdastjóra Starfsafl, Lísbetu Einarsdóttur. Í grein sinni fjallar hún um hraðar breytingar atvinnulífs og vinnuumhverfis og mikilvægi þess að þróa færni og getu þeirra sem eru á vinnumarkaði. Með fjórðu iðnbyltingunni, eins og þeim iðnbyltingum sem áður hafa komið, leggjast einhver störf af, störf breytast og […]
Dagar fá styrk vegna íslenskunámskeiða
Í lok nóvember veitti Starfsafl fyrirtækinu Dagar hf styrk vegna tveggja íslenskunámskeiða. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsfólk með annað tungumál en íslensku að hafa tækifæri til að læra íslensku og til fyrirmyndar þegar fyrirtæki bjóða sínu starfsfólki upp á íslenskunám. Þannig er hægt að styðja við aðlögun á íslenskum vinnumarkaði, hafa áhrif á vellíðan […]
Samstarf Starfsafls, VSFK og MSS
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis í samstarfi við Starfsafl og Miðstöð símenntunar á suðurnesjum hefur frá því í haust boðið upp á mjög metnaðarfulla fræðsludagskrá fyrir félagsmenn VSFK. Sú fræðsla er styrkt af Starfsafli fyrir félagsmenn VSFK að fullu eða öllu leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert með þessu hætti […]
Rafrænt námsumhverfi styrkt hjá Dominos
Í nýliðnum mánuði veitti Starfsafl fyrirtækinu Pizza Pizza, sem rekur Dominos keðjuna, eina og hálfa milljón í styrk vegna áskriftar að rafrænu námsumhverfi. Fyrirtækið hefur verið með öfluga fræðslustefnu og sinnt nýliðafræðslu sérstaklega vel. Það er því eðlilegt framhald og í takt við nýja tíma að færa hluta fræðslunnar yfir á rafrænt form. Í umsókn […]