Í gær var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Pústþjónustu BJB í Hafnarfirði. Fræðslustjórinn er kostaður af Starfsafli enda langflestir starfsmenn félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi. Pústþjónusta BJB er með alhliða púst-, hemla- og dekkjaþjónustu við ökutæki auk ýmissa smáviðgerða. Hjá fyrirtækinu starfa um 18 manns. Þau Helena Jónsdóttir og Logi Ólafsson hjá Sigrir ráðgjöf […]
Kynning á fræðslusjóðum hjá SA
Starfsafl og fleiri starfsmenntasjóðir kynntu nýlega starfsemi sína á hádegisfundi hjá Samtökum atvinnulífsins. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja, alls um 90 manns, mættu á fundinn og voru áhugasamir um þjónustu sjóðanna. Ennfremur sögðu fulltrúar Flugfélags Íslands og Eimskip frá góðri reynslu sinni af þjónustu sjóðanna m.a. vegna verkefnisins fræðslustjóri að láni. Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og […]
Samstarf við Proactive – Ráðgjöf og fræðslu ehf.
Starfsafl og Proactive – Ráðgjöf og fræðsla ehf. hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslu. Samningur felur í sér að hvor aðili um sig kynnir þjónustu hins fyrir fyrirtækjum. Starfsafl hefur gert fjölda slíkra samninga við fræðsluaðila sem miðast að því að kynna þjónustu sjóðsins fyrir fyrirtækjum. ProActive – Ráðgjöf og fræðsla […]
Bók um fræðslustjóraverkefnið komin út
Út er komin handbókin „Árangursrík fræðsla og þjálfun“ sem er afrakstur Leonardo Evrópuverkefnis sem Starfsafl stýrði 2011-2013. Bókin kemur út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, þýsku og spænsku. [gdlr_space height=“15x“] Verkefnið Fræðslustjóri að láni er fjölþjóðlegt verkefni sem styrkt er sameiginlega af Leonardo Menntaáætlun Evrópusambandsins og fjórum evrópskum þátttakendum, m.a. tveimur íslenskum aðilum, Starfsafl og Attentus – […]
Fræðslustjóri að láni til ÍAV
Í gær var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Íslenska aðalverktaka (ÍAV) með aðstoð fræðslusjóðanna Starfsafls, Landsmenntar, SVS (Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks), Rafiðnaðarskólans og IÐUNNAR. ÍAV er eitt öflugasta fyrirtækið í íslenska verktakageiranum með um 200 starfsmenn hérlendis. Fyrirtækið vinnur að ýmsum gæðavottunum og fræðslustjórinn mun m.a. gera tillögur að þjálfun sem falla inn […]
Menntadagur Samtaka atvinnulífsins 2014
Samtök atvinnulífsins héldu Menntadag sl. mánudag. Samskip, samstarfsaðili Starfsafls um langt skeið, fékk viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins sem menntafyrirtæki ársins 2014 og Nordic Visitor fékk verðlaun sem menntasproti ársins. Bæði fyrirtækin halda úti stefnumiðuðu fræðslustarfi og hafa bæði fengið Fræðslustjóra að láni. Starfsafl var með kynningu á fundinum fyrir fundargesti. Aðalheiður í Kaffitári hélt erindi á […]
Starfsafl styrkir eigin fræðslu Kaffitárs 2014
Starfsafl undirritaði nýlega samstarfssamning við Kaffitár ehf. um styrki vegna eigin fræðslu fyrirtækisins. Um er að ræða námskeið af ýmsu tagi í því skyni að bæta þjónustu fyrirtækisins og vörugæði, sem starfsmenn fyrirtækisins og stjórnendur sjá um. Samningurinn nær til allra starfsmanna fyrirtækisins og er reiknað með vikulegum námskeiðum, 5-10 þátttakendur í senn, fram til […]
Starfsafl og KOMPÁS mannauður í samstarf
Starfsafl og KOMPÁS hafa undirritað samning til að festa enn betur í sessi það góða samstarf sem aðilarnir hafa átt á undanförnum árum. Það er sameiginlegur vilji samningsaðilanna að vera áfram í öflugu samstarfi, meðal annars í tengslum við verkefnið „Fræðslustjóri að láni“, sem Starfsafl og fleiri fræðslusjóðir hafa sinnt með góðum árangri á síðastliðnum árum. Það […]
Jarðlagnatækninám hefst í janúar
Næsta jarðlagnatækninámskeið hefst nú eftir áramót. Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við jarðlagnir og jarðvinnu, hvort sem þeir starfa hjá veitufyrirtækjum, sveitarfélögum, símafyrirtækjum eða hjá verktökum. Orkuveita Reykjavíkur hefur nú um nokkurt skeið sett það sem skilyrði að verktakar, sem vinna við lagnakerfi OR, hafi starfsmenn sem lokið hafi jarðlagnatækninámi eða sambærilegu námi. […]
Starfsafl fær mannaskiptastyrk frá Leonardo
Starfsafl hlaut nýverið styrk frá mannaskiptaáætlun Leonardo menntaáætlunar ESB. Styrkurinn verður notaður til að senda 10 einstaklinga, Eflingarfélaga, frá 4 fyrirtækjum þ.e. Eflingu stéttarfélagi (sem sendir atvinnuleitendur), ISAVIA, Kjörís og Skeljungi, til vinnustaða á Norðurlöndunum í vikuþjálfun. Styrkurinn er að upphæð 2,6 m.kr. og er notaður til að kosta ferðir og uppihald starfsmanna eða atvinnuleitenda. […]