Ný vefsíða um fræðslustjóraverkefnið

Nýrri vefsíðu um fræðslustjóraverkefnið var hleypt af stokkunum í tengslum við Menntadag Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku.  Að síðunni standa fræðslusjóðir/-setur sem hafa myndað með sér samstarf um verkefnið Fræðslustjóri að láni, þ.e. Starfsafl, Landsmennt, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, IÐAN fræðslusetur og Rafiðnaðarskólinn.

Síðunni er ætlað kynna verkefnið í stuttu máli og vísa áhugasömum fyrirtækjum áfram á einhvern sjóðanna/setranna til að fá samband við tengilið og fá frekari upplýsingar.  Mörg fyrirtæki hafa heyrt verkefnisins getið en gera sér kannski ekki grein fyrir hvert á að snúa sér eða hvaða aðilar standa að verkefninu.

Það er von aðstandenda verkefnisins að síðan leysi úr þessari þörf og beini fyrirspurnum á sjóðina/setrin.

Tengill á síðuna Fræðslustjóri að láni

Fraedslustjori_vefur