Íshestar fá fræðslustjóra að láni

Íshestar hafa skrifað undir samning um að fá Fræðslustjóra að láni. Hjá fyrirtækinu starfa 17 starfsmenn og tilheyra þeir flestir Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS), en nokkrir tilheyra Starfsafli sem kemur einnig að verkefninu. Mímir símenntun sér um ráðgjöfina í verkefninu, en það er Inga Jóna Þórisdóttir, verkefnastjóri með sérhæfingu í starfsþróun fyrritækja, sem er Fræðslustjóri að láni.

Íshestar er afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu og tekur á móti 17-18.000 ferðamönnum yfir árið að viðbættum ungum þátttakendum á reiðnámskeið. Fyrirtækið er með þrískipta starfsemi þar sem boðið er upp á dagsferðir á hestbaki fyrir ferðamenn, en að meðaltali er tekið á móti milli 40 og 50 manns á dag í slíkar ferðir núna í vetur. Einnig er boðið upp á lengri reiðferðir þar sem er innifalin matur og gisting víðsvegar um landið. Í þriðja lagi er ferðaskrifstofan Íshestar Travel sem skipuleggur hópferðir.

Islandshestar_undirskr_FaL

Frá undirskrift samninga, f.v. Silja Birgisdóttir og Steinunn Guðbjörnsdóttir frá Íshestum, Inga Jóna Þórisdóttir og Hulda Ólafsdóttir frá Mími og Sólveig Snæbjörnsdóttir frá SVS.