Styrkir til eigin fræðslu Securitas

Securitas hf er landsþekkt fyrirtæki á sviði öryggismála og gæslu. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum aukið áherslur sínar á þjálfun og menntun starfsmanna sinna en innan fyrirtækisins vinna um 200 manns á ýmsum starfsstöðum. Mikil og öflug innanhúsfræðsla er rekin af hálfu fyrirtækisins fyrir starfsmenn. Í morgun var skrifað undir samning um styrki til eigin fræðslu fyrirtækisins en ár hvert er gefin út metnaðarfull fræðsluáætlun sem inniheldur bæði utanaðkomandi fræðsluaðila sem og öfluga innanhúsfræðslu. Nánari upplýsingar um styrki Starfsafls til eigin fræðslu fyrirtækja eru hér. 

Starfsafl hefur átt langt og farsælt samstarf við Securitas og áætlar að svo verði um langa framtíð.

Securitas_undirskr_eigin_fr_2015_2Frá undirskrift samninga um styrki til eigin fræðslu Securitas, Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslustjóri Securitas og Sveinn Aðalsteinsson, framkv.stj. Starfsafls.