Fræðslustjóri að láni til Airport Associates

Airport Associates hefur skrifað undir samning um að fá Fræðslustjóra að láni. Verkefnið er samvinnuverkefni Starfsafls og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Hjá fyrirtækinu starfa 130 fastráðnir starfsmanns og tilheyra um 60 manns Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Rúmlega 300 starfsmenn munu starfa í sumar þegar búið er að bæta við sumarafleysingarfólki. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sér um ráðgjöf í verkefninu en það er Birna Jakobsdóttir, verkefnastjóri, sem er Fræðslustjóri að láni.

Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu.

Á ársgrundvelli afgreiðir fyrirtækið u.þ.b. 70 flugfélög, þjónustar um 4.000 flugvélar, afgreiðir um 10.000 tonn af frakt og innritar um 400.000 farþega.

AirportAssoc_undirskr

Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, Telma D. Guðlaugsdóttir, Valdís A. Steingrímsdóttir og Birna Jakobsdóttir

Fyrirtækið býður uppá skemmtilegt og spennandi starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli og
hjá þeim starfa metnaðarfullir, jákvæðir og kraftmiklir einstaklingar.