Áhugavert námskeið sérstaklega gagnlegt atvinnubílstjórum. Námskeiðið er í umsjón Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og er ætlað atvinnubílstjórum en opið öllum áhugasömum. Farið verður yfir atriði sem skipta máli þegar kemur að stjórnun á slysavettvangi: Hvað þarf að hafa í huga til að tryggja rétt vinnubrögð? Hvernig fáum við yfirsýn? Hvernig komum við upplýsingum frá okkur […]
Askja fær Fræðslustjóra að láni
Nýverið var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við bílaumboðið Öskju. Þar starfa um 100 einstaklingar og Starfsafl, SVS og Iðan styrkja verkefnið að fullu. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum og er til húsa að Krókhálsi 11, Reykjavík. Þar er meðal annars að finna bílaverkstæði, varahlutaþjónustu […]
25 umsóknir, 20 fyrirtæki, 5 milljónir.
Það er ljóst að líf og fjör er að færast i fræðslustarf innan fyrirtækja eftir sumarfrí, ef litið er til þeirra umsókna sem Starfsafli hefur borist í septembermánuði. Styrkoforð Starfsafls í þeim mánuði eru rúmlega 5 milljónir króna og þar af hefur verið greiddur helmingur eða tæplega 2.5 milljónir króna. Umsóknir sem bárust voru alls 25 talsins frá 20 fyrirtækjum. Þrjár umsóknir voru vegna […]
Líflegar umræður í morgunkaffi Starfsafls
Föstudaginn 22. september sl. var blásið til morgunkaffis á skrifstofu Starfsafls undir yfirskriftinni „Er fræðsla í bollanum þínum“, sjá nánar hér Á þennan annan fund undir þessari yfirskrift mættu fjórir góðir gestir frá fjórum gjörólíkum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að vilja hlúa að sínum mannauð með virkri símenntun. Það var margt rætt, t.d. erlendir […]
Ein og hálf milljón til IGS vegna námskeiða
Frá því um síðustu áramót hefur Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum verið með námskeið fyrir starfsfólk IGS sem ber yfirskriftina „Virðing og vinnusiðferði“. Heildarfjöldi námskeiðsstunda er um 150 tímar og náði til 225 félagsmanna sjóðsins (starfsfólk í Eflingu, VSFK og Hlíf). Styrkupphæð er því tæplega ein og hálf milljón króna. IGS ehf. er alþjóðlegt flugþjónustufyrirtæki. Á vefsíðu […]
Tryggja þarf sýnileika fræðslunnar
Á Málþing um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu sem haldið var í gær á Nauthól var stjórnarkona í stjórn Starfafls og fræðslustjóri Eflingar, Fjóla Jónsdóttir, með áhugavert erindi sem bar yfirskriftina Sýn stéttarfélaga á nám í fyrirtækjum Hún hóf mál sitt á því að segja frá því að Starfsafl fræðslusjóður (í eigu Eflingar, Hlífar, VSFK og […]
Styrkloforð tæplega 2,5 milljónir króna í ágúst
Í ágúst bárust Starfsafli 24 umsóknir frá 13 fyrirtækjum, þar af voru tvær umsóknir vegna eigin fræðslu fyrirtækja. Styrkloforð námu rúmlega 2.5 milljónum króna og munar þar mest um tæplega einnar milljón króna styrkloforð vegna eigin fræðslu fyrirtækis. Þá bíða enn þrjár umsóknir afgreiðslu þar sem gögn voru ófullnægjandi. Styrkloforð þessa mánaðar mun því væntanlega hækka […]
Er fræðsla í bollanum þínum ?
Kannski ekki alveg, en okkur datt ekkert annað í hug sem yfirskrift á þetta fréttakorn. En málið er þetta – hvað er skemmtilegra en að ræða fræðslumál yfir góðum kaffibolla með súkkulaði á kantinum ? Við sem störfum hér hjá Starfsafli getum seint undirstrikað mikilvægi þess að eiga gott samtal við forsvarsmenn fyrirtækjanna sem félagsmenn […]
Sífellt að gera betur
Í nýjasta félagsblaði Eflingar er viðtal við framkvæmdastjóra Starfsafls. Þar segir hún mikið sótt í sjóðinn og fari vaxandi. Á síðasta ári voru greiddir út styrkir fyrir rúmlega 190 milljónir króna og það sem af er ári sýnir aukningu í bæði styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja enda mikill uppgangur í samfélaginu. Hún fer ennfremur inn […]
Námskeið í matvæla- og veitingagreinum
Fagnámskeið I, II og III hefjast innan skamms en markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum. Námskeiðin fara fram á íslensku og eru þátttakendum að kostnaðarlausu, þar sem Starfsafl styrkir að fullu þá félagsmenn sem tilheyra sjóðnum. Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu […]