Aukin ásókn í Fræðslustjóra að láni
Fræðslustjóri að láni er verkfæri á vegum starfsmenntasjóðanna sem stendur öllum fyrirtækjum til boða og hefur gefist mjög vel. Það er góð leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslu- og starfsmenntamálum í farveg, fá aðra sýn á fræðslustefnu fyrirtækisins, velta við steinum og horfa til framtíðar.
Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.
Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.
Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.
Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.
Fyrir heimsfaraldur höfðu á annað hundrað fyrirtæki fengið Fræðslustjóra að láni með stuðningi frá Starfsafli og hlutaðeigandi sjóðum en á meðan á heimsfaraldri stóð bárust skiljanlega engar umsóknir. Frá upphafi árs 2023 hefur hinsvegar aðeins birt til og ásókn aukist í Fræðslustjóra að láni. Frá þeim tíma hafa borist 16 umsóknir og hefur helmingur þeirra umsókna verið samþykktur.
Hér fyrir neðan má sjá fréttir um hvert verkefni fyrir sig:
Þá hafa tvær umsóknir verið samþykktar sem koma að hluta í gegnum verkefnið Fræðsla til framtíðar, annarsvegar hjá veitingahúsinu Ráðagerði og hinsvegar Hótel Holti, sjá nánar hér
Af þeim 16 umsóknum sem bárust á áðurnefndum tíma hafa 8 umsóknir ekki hlotið brautargengi. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að verkefni fara ekki af stað. Oft vantar gögn til að hægt sé að fullvinna umsókn og þrátt fyrir ítrekanir þá skila gögnin sér ekki, hætt er við umsókn þar sem ekki þykir tímabært að fara af stað í verkefnið við nánari skoðun eða Starfsafl dettur út sem hlutaðeigandi sjóður.
Áður en fyrirtæki sækir um Fræðslustjóra að láni og eða hefur þá vegferð sem það verkefni er, þarf að vera búið að vinna ákveðna heimavinnu og skoða eftirfarandi:
- Af hverju er óskað eftir því að fara af stað með verkefnið og hverju vill fyrirtækið að það skili?
- Er vilji og samþykki æðstu stjórnenda fyrir hendi að fara af stað með verkefnið?
- Er fyrirliggjandi stefna í fræðslumálum?
- Er svigrúm fyrir fræðslu innan fyrirtækisins, bæði tími og fjármagn?
Með umsókn um fræðslustjóra að láni þarf að skila inn greinagerð sem tekur á ofangreindu.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér Fræðslustjóra að láni geta haft samband við skrifstofu Starfsafls fyrir frekari upplýsingar og eða lagt inn umsókn á www.attin.is Með umsókn þarf að skila inn áðurnefndri rökkstuddri greinagerð og lista yfir allt starfsfólk þar sem fram kemur nafn, kennitala og stéttafélagsaðild. Að öðru leyti gilda almennar reglur Starfsafls, sjá hér
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.
Myndin með fréttinni er fengin hér