Artic adventures fær fræðslustjóra að láni

Stefnumiðuð stjórnun fræðslumála innan fyrirtækja getur skipt sköpum fyrir rekstur fyrirtækja, þar sem dregið getur úr starfsmannaveltu og gæði þjónustu aukist svo ekki sé minnst á aukna starfsánægju starfsfólks, svo fátt eitt sé tallið.  Fræðslustjóri að láni er því góð leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslu- og starfsmenntamálum í farveg, fá aðra sýn á fræðslustefnu fyrirtækisins, velta við steinum og horfa til fram

Nýverið var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Artic adventures (Straumhvarf).  Auk Starfsafls koma Landsmennt og Iðan fræðslusetur að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.  Landsmennt er sá sjóður sem á flesta félagsmenn og leiðir því vinnuna.

Fyrirtækið starfar í ferðaþjónustu og býður upp á fjölbreyttar skoðunarferðir um allt land. 

Á vefsíðu fyrirtækisins segir að  Arctic Adventures sé  fjölskylda sem  samanstandi af mjög áhugaverðu og ævintýralegu fólki frá öllum heimshornum. Svo segir orðrétt:  ,,Við deilum öll þörfinni fyrir að vera virkilega fagmenn, hvert og eitt okkar á sínu sviði, og allir búa yfir einhverju virkilega einstöku sem er mikils metið af öllum öðrum í liðinu. Sumir eru ástríðufullir árbakkar eða fjallaklifrarar á meðan aðrir þrífast mjög á tölum og útreikningum. Það er þó eitt sem við eigum öll sameiginlegt: gríðarlega ást og ástríðu fyrir útivistarævintýrum og fullkomin virðing fyrir náttúrunni. Þetta er í raun bandvefurinn sem bindur heimskautafjölskylduna saman”

Í umsókn fyrirtækisins segir að fyrirtækið vilji fara af stað í verkefnið til að efla enn frekar þá færni og þekkingu sem fyrir er og auka starfsánægju.  Stefnumiðuð fjárfestingu í þjálfun og þróun styðji ennfremur við markmið fyrirtækisis um að þróa halda í og laða að hæft fólk. 

Í umsókn fyrirtækisins segir að fyrirtækið vilji fara af stað í verkefnið til að efla enn frekar þá færni og þekkingu sem fyrir er og auka starfsánægju.  Stefnumiðuð fjárfestingu í þjálfun og þróun styðji ennfremur við markmið fyrirtækisis um að þróa, halda í og laða að hæft fólk.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Ráðgjafi verkefnisins er Eva Karen  hjá Effect ehf.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5181850

Myndin er fengin að láni af fésbókarsíðu fyrirtækisins.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.