Category: Almennar fréttir

Aukin ásókn í Fræðslustjóra að láni

Aukin ásókn í Fræðslustjóra að láni

Fræðslustjóri að láni er verkfæri á vegum starfsmenntasjóðanna sem stendur öllum fyrirtækjum til boða og hefur gefist mjög vel. Það er góð leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslu- og starfsmenntamálum í farveg, fá aðra sýn á fræðslustefnu fyrirtækisins, velta við steinum og horfa til framtíðar.  Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra […]

9 milljónir greiddar til 20 fyrirtækja

9 milljónir greiddar til 20 fyrirtækja

Uppgjör vegna aprilmánaðar er óvenju hátt sé litið til fyrri ára og úr gögnum má lesa að fyrirtæki eru að senda inn umsóknir jafnt og þétt, en ekki liggja með greidda reikninga vegna námskeiða fram á síðustu stundu, heldur sækja féð aftur inn í reksturin í gegnum styrki sjóðsins.  Það er verklag sem er okkur […]

Fjöldi gesta á vorfundi Starfsafls

Fjöldi gesta á vorfundi Starfsafls

Fimmtudaginn 2. maí sl. var vorfundur Starfsafls haldinn á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Þetta var í sjötta sinn sem haldinn er opinn fundur þar sem fulltrúum fyrirtækja, eigendum sjóðsins, ráðgjöfum sem starfa á vegum sjóðsins og öðrum samstarfs- og  hagaðilum var boðið. Mæting fór fram úr björtustu vonum og heyra mátti almenna ánægju með […]

Artic adventures fær fræðslustjóra að láni

Artic adventures fær fræðslustjóra að láni

Stefnumiðuð stjórnun fræðslumála innan fyrirtækja getur skipt sköpum fyrir rekstur fyrirtækja, þar sem dregið getur úr starfsmannaveltu og gæði þjónustu aukist svo ekki sé minnst á aukna starfsánægju starfsfólks, svo fátt eitt sé tallið.  Fræðslustjóri að láni er því góð leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslu- og starfsmenntamálum í farveg, fá aðra sýn á […]

Verkfæragerð Hæfnissetursins styrkt

Verkfæragerð Hæfnissetursins styrkt

Að hafa aðgang að réttu verkfærunum við vinnu getur skipt sköpum, hvort heldur er við smíðar, þrif, matseld eða stafræna vinnu.  Í mars var tekin til afgreiðslu og samþykkt umsókn frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þar sem sótt var um styrk vegna þróunar á stafrænum verkfærum og stuðningsefni fyrir ferðaþjónustuna. Í umsókn kom fram að verkefnið væri […]

Dagar hf fá fræðslustjóra að láni

Dagar hf fá fræðslustjóra að láni

Nýverið var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Daga hf.  Auk Starfsafls koma Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.  Starfsafl er sá sjóður sem á flesta félagsmenn, 693 af 835 starfsmönnum, og leiðir því vinnuna. Dagar eru framsækið en rótgróið […]

Skráning hafin á vorfund Starfsafls

Skráning hafin á vorfund Starfsafls

Skráning er hafin á vorfund Starfsafls sem haldinn verður fimmtudaginn 2. maí nk á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica (gengið inn að framanverðu, til hliðar við aðalinngang). Fyrirlesararnir eru hverjum öðrum betri, með góða fagþekkingu á sínu sviði en að þessu sinni horfum við  til fræðslu sem fram fer á stafrænu formi í flóknu umhverfi […]

Fjölbreytt fræðsla í marsmánuði

Fjölbreytt fræðsla í marsmánuði

Í rekstri fyrirtækja skiptir hæft og framsýnt starfsfólk öllu máli og segja má að þar sé lykill fyrirtækja að árangri. Að því sögðu er símenntun og markviss starfsþróun  grunnstoð sem þarf sífellt að huga að.Það er því mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi að styrkja þessa grunnstoð og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir […]

Vorfundur Starfsafls 2.maí nk.

Vorfundur Starfsafls 2.maí nk.

Vorið er á næsta leyti og vorfundur Starfafls í fullum undirbúningi. Vorfundurinn verður haldinn í sjötta sinn fimmtudaginn 2. maí nk. frá kl. 13:30 til 16:00 á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica. Á dagskrá verða stutt en fróðleg erindi um fræðslu og fræðslustjórnun og að því loknu tökum við okkur góðan tíma fyrir góðar veitingar […]

Fjölbreytt fræðsla og fræðsluform

Fjölbreytt fræðsla og fræðsluform

Fræðsla starfsfólks sem greitt er fyrir af fyrirtæki er sífellt að aukast sem og sá fjöldi fyrirtækja sem nýtir sér það bakland sem Starfsafl er. Starfafl styrkir alla fræðslu, hvort sem hún fer fram á gólfi eða með aðstoð stafrænnar tækni, svo lengi sem hún telst vera starfstengd. Í þeirri samantekt sem er hér  fyrir […]