654 einstaklingar á bak við tölur maí mánaðar

Víða er fræðsla innan fyrirtækja orðin hluti af daglegum rekstri þeirra, orðin hluti af menningu  og er hnökralaus í framkvæmd.  Fræðslustefna fyrirtækisins er skýr sem og allar boðleiðir.  Tölur tengdar fræðslu og mannauðsmálum eru sömuleiðis þekktar og allir eru á einu máli um hvert skal stefna. Menning af því tagi getur skilað sér á margvíslegan hátt, svo sem í minni starfsmannaveltu og betri afkomu, svo fátt eitt sé talið,

Það er hinsvegar víða hægt að gera betur og við hvetjum öll fyrirtæki sem ekki nýta sér það bakland sem felst í starfsmenntasjóðum, að kynna sér þá og þær leiðir sem eru mögulegar. Til gagns má sjá hér reglur Starfsafls um styrki til fyrirtækja og hér styrki til einstaklinga og þá er bent sérstaklega á þá leið þar sem fyrirtæki og einstaklingur geta sótt sameiginlega um styrk.

Styrkir til fyrirtækja 

Í maí bárust 30 umsóknir frá 26 fyrirtækjum og heildarfjárhæð greiddra styrkja var 6.3 miljónir króna. Ein umsókn bíður enn afgreiðslu þar sem tilskylin gögn vantar og þá var sex umsóknum hafnað.  Ástæður þar að baki voru eftirfarandi:

  • Öll gögn vantaði með umsókn
  • Sótt var um vegna námsefnisgerðar en mat Starfsafls var að ekki var um námsefni að ræða heldur kynningar- eða markaðsefni
  • Skilagreinar vantaði vegna félagsmanna Eflingar, sjá hér
  • Enginn þátttakenda var félagsmaður þeirra félaga sem standa að Starfsafli

Í maí bárust 30 umsóknir frá 26 fyrirtækjum og heildarfjárhæð greiddra styrkja var 6.3 miljónir króna.

Alls náðu fyrirtækjastyrkir mánaðarins til 654 einstaklinga en sá mikli fjöldi skýrist meðal annars af styrkumsókn vegna stafræns fræðsluumhverfis þar sem  gert er ráð fyrir öllu starfsfólki fyrirtækisins meðal þátttakenda. Ef sá fjöldi er dregin frá standa eftir 139 einstaklingar sem sóttu ýmis námskeið greidd af þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá.

Styrkir voru veittir vegna eftirfarandi:

Aukin ökuréttindi
Ávanafyrirlestur
Eldvarnarnámskeið
Endurmenntun
Gæðastjórnun
Grunnnámskeið vinnuvéla
Íslenska
Leiðtogaþjálfun
Líkamsbeiting
Markþjálfun
Meirapróf
Öryggisnámskeið
Skyndihjálp
Skyndihjálp og öryggisnámskeið
Stafrænt fræðsluumhverfi
Stjórnendanámskeið
Þjónustunámskeið
Vinnuvélapróf

Styrkir til einstaklinga.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:-

VSFK kr. 4.009.287,-

Hlíf kr .2.327.569,-

Vegna innleiðingar á nýju kerfi hjá Eflingu hafa orðið tafir á uppgjöri við Starfsafl vegna afgreiðslu styrkja og því ekki vitað hver styrkfjárhæð þessa mánaðar er.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér