Nú er tími fyrir tiltekt og græja umsóknir

Á hverju ári berast sjóðnum hundruði umsókna og því miður er það svo að a.m.k. fjórðungur  umsókna berst á síðustu 6 vikum fyrir skilafrest í desember, með tilheyrandi álagi á sjóðinn.

Að gefnu tilefni viljum við því benda rekstraraðilum á að það er engin ástæða til að bíða með umsóknir og láta peningana liggja í sjóðunum, heldur hvetjum við þá sem geta að fara í tiltekt og senda inn umsóknir núna vegna þeirra námskeiða sem greitt hefur verið fyrir á árinu. 

Að gefnu tilefni viljum við því benda rekstraraðilum á að það er engin ástæða til að bíða með umsóknir og láta peningana liggja í sjóðunum, heldur hvetjum við þá sem geta að fara í tiltekt og senda inn umsóknir núna vegna þeirra námskeiða sem greitt hefur verið fyrir á árinu. 

Þannig er hægt að setja peningana aftur í vinnu og fjárfesta í enn frekari fræðslu fyrir starfsfólk, til dæmis fyrir sumarstarfsfólkið og sækja svo aftur um í haust.   

Öll fyrirtæki eiga rétt á 4 milljónum króna á ári hjá Starfsafli, samkvæmt reglum þar um. Ekki þarf að sækja um neina sérstaka aðild eða greiða aðildargjald, heldur eru skilyrðin þau að fyrirtæki sé með starfsfólk í þeim félögum sem standa að Starfsafli og standa skil á launatengdum gjöldum. 

Sótt er um á www.attin.is og gott er að hafa í huga að þeir sjóðir sem standa að þeirri vefgátt geta verið með mismunandi reglur og ef einhver er í vafa, þá er gott  að fara inn á vefsíður sjóðanna og kynna sér betur hvaða reglur gilda hjá hverjum sjóð fyrir sig.

Þau gögn sem þarf með umsókn hjá Starfsafli eru án undantekninga samanber eftirfarandi:

  1. Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum eða lýsingu á nám, slóð á vefsíðu), sjá hvað er styrkt 
  2. Reikningur  á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr (ef ekki þá þarf að fylgja með skýring, svo sem ef einhver ferðakostnaður er inn í heildartölu eða annað sem ekki er styrkt). Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
  3. Staðfesting á greiðslu (kvittun úr heimabanka).  
  4. Listi  yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild (gott að hafa í excel skjali)
  5. Yfirlit yfir skil á starfsmenntaiðgjaldi  vegna þess starfsfólks sem telst til félagsmanna, sjá hér  Athugið að vottorð um skil á iðgjöldum dugar ekki.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

Myndin er fengin hér