Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Lífland ehf. Fyrirtækið samanstendur af tveimur verksmiðjum, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar kornmyllu í Korngörðum í Reykjavík. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi, Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi, Reykjavík, Borgarbraut Borgarnesi, Óseyri Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli og Efstubraut Blönduósi. Fyrirtækið fagnaði […]
Category: Almennar fréttir
Ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir
Miðvikudaginn 9. maí síðastliðinn var haldinn kynningarfundur í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á verkefninu Ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir. Það var í desember 2016 sem Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu (SAF) fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) skrifuðu undir samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Samkomulagið miðar að því að […]
Myndir frá ársfundi Starfsafls 2018
Það voru áhugaverð erindi og líflegar umræður á ársfundi Starfsafls þann 3. maí síðastliðinn. Myndirnar tala sínu máli en um myndatöku sá Herdís Steinarsdóttir.
Opinn ársfundur Starfsafls vel sóttur
Ársfundur Starfsafls var haldinn fimmtudaginn 3. maí síðast liðinn á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Þetta var í annað sinn sem haldinn er opinn fundur þar sem fulltrúum fyrirtækja, eigendum sjóðsins, ráðgjöfum sem starfa á vegum sjóðsins og öðrum samstarfsaðilum var boðið. Mæting var góð og ljóst að fundur af þessu tagi er kominn til […]
Ársfundur Starfsafls fimmtudaginn 3. maí
Ársfundur Starfsafls verður haldinn fimmtudaginn 3. maí kl. 13:30 – 15:30 á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá verður sem hér segir, Fomaður stjórnar Starfsafls, Hlíf Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas, bíður gesti velkomna Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, fer yfir árið Innsýn í fræðslu fjögurra fyrirtækja Erna Dís Ingólfsdóttir, Íslandshótel […]
Steypustöðin ehf styrkt um 800 þúsund krónur
Á dögunum var Steypustöðinni ehf veittur um 800 þúsund króna styrkur vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra. Steypustöðin ehf heldur úti öflugu fræðslustarfi, byggt á greiningu sem fengin var m.a. með verkefninu Fræðslustjóri að láni í upphafi árs. Með víðtækri fræðsluáætlun sem nær til allra starfsmanna er fræðslustarfi viðhaldið, þ.m.t. er endurmenntun atvinnubílstjóra. Steypustöðin hóf starfsemi árið 1947 […]
Kaffismiðja Íslands fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Kaffismiðju Íslands ehf. Fyrirtækið rekur tvö kaffihús undir nafninu Reykjavík Roasters og það þriðja mun opna innan skamms. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að upprunalega kaffihúsið hafi opnaði í lok árs 2008 undir nafninu Kaffismiðja Íslands. Á vordögum árið 2013 gekkst það undir endurnýjun lífdaga og […]
Nú geta einstaklingar sótt um ferðastyrk
Stjórn Starfsafls hefur samþykkt breytingu á reglum sjóðsins um styrki til einstaklinga. Um er að ræða viðbót við eldri reglur og tekur til ferðastyrks sbr. eftirfarandi. Ferðastyrkur Þegar félagsmaður ferðast erlendis í tengslum við starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu, getur hann sótt um ferðastyrk. • Styrkurinn er eingöngu vegna flugs (ekki rútu, leigubíla […]
Undirritaður samningur um sex hæfnigreiningar
Í gær, þriðjudaginn 10. apríl 2018, undirrituðu Starfsafl og Efling stéttafélag samning við Mími símenntun um hæfnigreiningu sex starfa. Frammistaða starfsfólks er grundvöllur árangurs og frammistaða byggist bæði á því að starfsfólk geti gert það sem ætlast er til og vilji gera það. Hæfnigreining starfa felst í að kortleggja og skilgreina þá hæfni sem mikilvægt […]
Við fögnum þeim hundraðsta
Í lok febrúar á þessu ári undirritaði Starfsafl hundraðasta samninginn vegna Fræðslustjóra að láni, rúmlega 10 árum eftir að fyrsti samningurinn var undirritaður. Samningurinn var við fyrirtækið Ístak og ráðgjafi var Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf, en hann hefur komið að fjölda slíkra verkefna við góðan orðstír. Verkefninu lauk á dögunum og afurðin er glæsileg […]