29 umsóknir frá 15 fyrirtækjum í maí

Í fimmta mánuði ársins bárust Starfsafli 29 umsóknir frá 15 fyrirtækjum. Þá er ánægjulegt að segja frá því að þrjú ný fyrirtæki bættust í hóp þeirra fyrirtækja sem sækja í sjóðinn en við viljum svo sannarlega að þeim fjölgi. Í dag eru það innan við 10% fyrirtækja sem telja fleiri ei einn starfsmann, sem sækja í sjóðinn.  Betur má ef duga skal. 

4 umsóknir voru vegna eigin fræðslu fyrirtækis og 5 vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra. Tvær umsóknir voru um Fræðslustjóra að láni, þar af er önnur umsóknin afgreidd og kominn samingur en hinni var frestað fram á haust, að ósk fyrirtækisins. Þá er óafgreidd ein umsókn þar sem gögn vantar og tveimur umsóknum var hafnað.  

Heildarupphæð greiddra styrkja var því að teknu tilliti til ofangreinds um 2,5 milljónir og styrkloforð vel á fjórðu milljón.

Þau námskeið sem styrkt voru eru sbr. eftirfarandi:

Aukin ökuréttindi
BRC-HACCP- forvarnir
Dyravarðanámskeið
Eigin fræðsla
Endurmenntun atv.
FAL
Frumnámskeið
Frumnámskeið á pólsku
Fyrirlestur um áhættumat
Fyrirlestur um einelti
Fyrirlestur um menningarlæsi
Íslenskunámskeið
Meirapróf
Rán og rýrnun
Samskipti og liðsheild
Skyndihjálp- og brunavarnarnámskeið
Starfslokanámskeið
Stjórnendanámskeið
Vinnuvélanámskeið

Á bak við þessi námskeið eru tæplega 800 starfsmenn og 530 kennslustundir.

Skrifstofa Starfsafls veitir frekari upplýsingar um styrki til fyrirtækja og þær reglur sem þar gilda.