24 umsóknir frá 18 fyrirtækjum í apríl

Það er óhætt að segja að fjórði mánuður ársins hafi verið fremur rólegur hjá Starfsafli. Aðeins bárust sjóðnum 24 umsóknir frá 18 fyrirtækum og er fjöldi umsókna helmingi færri en mánuðinn á undan. Þar af eru 4 umsóknir sem er ólokið þar sem vantar fullnægjandi gögn, s.s. reikninga eða upplýsingar um stéttafélagsaðild. Berist gögn ekki innan fjögurra vikna er umsókn hafnað.

Þrjár umsóknir bárust vegna Fræðslustjóra að láni og þar af er tvær umsóknir komnar í ferli sem felur í sér að undirritaður hefur verið samningur og vinna hafin við greiningu.

Umsóknir vegna eigin fræðslu voru einnig þrjár og styrkupphæð samanlögð vegna eigin fræðslu rétt undir fimmhundruð þúsund krónum.

Að síðustu var greiddur hvatastyrkur til tveggja fyrirtækja vegna rafrænnar fræðslu.

Heildarupphæð styrkloforða fyrir þennan mánuðinn er rétt yfir fjórum milljónum króna og greiddar hafa verið út þrjár og hálf milljón.

Þau námskeið sem styrkt voru eru sbr. eftirfarandi:

BRC og öryggi matvæla
Eloomi áskrift
Endurmenntun bílstjóra
Fyrirlestur um öryggismenningu fyrir stjórnendur
HACCP – Gæði og öryggi
HACCP námskeið
Hafnargæslunámskeið
Íslenska vor 2018
Skyndihjálp
Starfslokanámskeið
Sölu- og þjónustunámskeið
Sérsniðin námskeið

Skrifstofa Starfsafls veitir frekari upplýsingar um styrki til fyrirtækja og þær reglur sem þar gilda.