Það getur verið flókið að stýra mannauð fyrirtækis en staðreyndin er sú að um leið og einn einstaklingur er kominn á launaskrá þá þarf að huga að mannauðsstjórnun. Hugtakið tekur til margra þátta og þar á meðal er fræðsla starfsfólks, en sá þáttur er því miður oft látinn mæta afgangi eða ekki hugsaður til enda. […]
Category: Almennar fréttir
Afgreiddar styrkumsóknir í maí
Maí var nokkuð hlýr og sólríkur og kallaði fram væntingar um gott sumar. Við sjáum hvað setur með sumarið og veðrið en vonum það besta. Hjá Starfsafli var í nógu að snúast sem endranær. Ársfundur var í byrjun mánaðarins og umsóknir berast jafnt og þétt alla daga ársins, sama hvernig veðrið er og þannig viljum […]
Er þitt fyrirtæki með plan B ?
Fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu, þjálfun og starfsþróunaráætlanir, eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytingar sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi, bættri rekstrarafkomu og samkeppnisforskoti, svo eitthvað sé nefnt. Í áhugaverðri meistararitgerð Ásrúnar Jóhannesdóttur; Fræðslustjóri að láni […]
118 samningar vegna Fræðslustjóra að láni
Fyrsti samningurinn um Fræðslustjóra að láni var undirritaður haustið 2017. Á þeim tíma sem liðinn er hafa verið sviptingar í atvinnulífinu en verkefnið hefur haldið velli þökk sé öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins undir merkjum fræðslusjóða. Frá upphafi og til dagsins í dag hafa 118 fræðslustjóraverkefni, eins og þau eru kölluð, verið unnin með styrk frá […]
Mikil ánægja með ársfund Starfsafls
Ársfundur Starfsafls var haldinn fimmtudaginn 9. maí, á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Þetta var í þriðja sinn sem haldinn er fundur af þessu tagi þar sem fulltrúum fyrirtækja, eigendum sjóðsins, ráðgjöfum sem starfa á vegum sjóðsins og öðrum samstarfsaðilum er boðið. Dagskrárliðir voru fjórir talsins og tók formleg dagskrá því rétt um klukkutíma. Fomaður […]
Afgreiddar umsóknir í apríl
31 umsókn umsókn barst sjóðnum í þessum fjórða mánuði ársins. Ekki allar hlutu afgreiðslu en alls voru veittir styrkir til 19 fyrirtækja. Fyrirtækin eru af ýmsum toga, úr iðnaði, matvælaframleiðslu, verslun og ferðaþjónustu, svo dæmis séu tekin. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var um 5,8 milljónir króna og það er á pari við þá upphæð sem greidd […]
Samskip fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Samskip hf. Fyrirtækið er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður flutningalausnir og tengda þjónustu á landi, sjó og í lofti með hagkvæmni og sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrirtækið er með starfsemi í 65 löndum og heildarfjöldi starfsmanna er 1.670 talsins. Hér á landi eru þeir þó aðeins brot […]
Fræðslumál hjá CenterHotels á ársfundi
Á ársfundi Starfsafls þann 9. maí næstkomandi mun Eir Arnbjarnardóttir, mannauðsstjóri hjá CenterHotels veita innsýn í fræðslumál fyrirtækisins. Eir er mannauðsstjóri hjá CenterHotels. Hún lauk námi frá Háskólanum í Reykjavík 2017 í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Eir hóf störf fyrst hjá CenterHotels 2011 og hefur starfað í hótelbransanum síðan, samhliða háskólanámi. Árið 2017 tók hún svo […]
Stemmingin á ársfundi 2018 – til upprifjunar
Til upprifjunar þá má sjá hér myndir frá síðasta ársfundi Starfsafls, en opinn ársfundur er nú haldinn í þriðja sinn þann 9. maí næstkomandi. Dagskrá verður sem hér segir. • Ársfundur settur Fomaður stjórnar Starfsafls, Fjóla Jónsdóttir, bíður gesti velkomna. • Árið í hnotskurn Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, fer yfir árið. • Innsýn í fyrirtæki […]
Mælanlegur ávinningur af fræðslu
Á ársfundi Starfsafls sem verður fimmtudaginn 9. maí nk. verður Árný Elíasdóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, með erindi um mælanlegan ávinning af fræðslu. Árný lauk MA gráðu í menntunarfræðum frá San Diego State University, námi í félagsuppeldisfræði frá Oslo Lærerskole og B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands. Hún sinnir hæfnigreiningum og starfs- og hæfnilýsingum, þarfagreiningu og […]