Allt að ársgamlir reikningar eru gildir

Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning sem er allt að ársgamall.

Skilyrði er að sá starfsmaður sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld hafi borist viðkomandi stéttafélagi.

Nú er því tækifærið til að kíkja ofan í skúffu og finna reikninga vegna fræðslu og eða náms starfsfólks sem fyrirtækið hefur greitt, en ekki sótt um styrk vegna.   Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

Frekari upplýsingar má finna á vef Starfsafls undir styrkir til fyrirtækja, hægt er að hringja á skrifstofu Starfsafls eða senda okkur póst á starfsafl@starsfafl.is   Við gerum þetta saman. 

Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.