Við hjá Starfsafli og þeim stéttafélögum sem að sjóðnum standa; Eflingu stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, viljum minna á að einstaklingar geta sótt um styrk vegna netnámskeiða (stafrænnar fræðslu). Ýmis námskeið eru í boði en nú sem fyrr er mikilvægt að mæta þekkingu sem vantar og eða bæta […]
Category: Almennar fréttir
Hvernig er best að haga vinnu heima ?
Margir vinnustaðir eru tvískiptir þessa dagana. Helmingur starfsmanna vinnur heima og helmingur á vinnustað. Fyrir marga er það nýtt og framandi ferli að vinna heima. Það er því mikilvægt að lágmarka röskun en jafnframt að átta sig á því hvernig einbeitningu er best náð heima og vita hvenær á að taka hlé frá skjánum til […]
Öryggismiðstöðin styrkt vegna fræðslu
Á dögunum var veittur rúmlega 500 þúsund krónar styrkur til Öryggismiðstöðvarinnar, en þar er verið að innleiða stafræna fræðslu og var styrkurinn veittur vegna áskriftar að stafrænu námsumhverfi. Styrkurinn var veittur vegna 269 starfsmanna fyrirtækisins* og er ætlað að styðja við þjálfun og starfsþróun þeirra. Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í […]
Starfsafl styrkir markþjálfun
Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa einstaklingum við að finna sín markmið, finna sína styrkleika og nýta þá til að ná sínum markmiðum. Markþjálfun er beitt á viðfangsefni tengd bæði vinnu og einkalífi en Starfsafl styrkir þá markþjálfun sem telst starfstengd og er einkum hugsuð fyrir stjórnendur enda góð leið til að […]
Fátítt að fyrirtæki sæki um „allt í einu“
Það má með sanni segja að fjöldi fyrirtækja virðist þekkja vel til sjóðsins og sækja reglubundið um styrk og nýta þannig rétt sinn. Þá er orðið fátíðara að fyrirtæki sæki um „allt í einu“ og sækja þess í stað jafnt og þétt í sjóðinn en styrkir eru alla jafna greiddir út innan 5 virkra daga […]
Hópur um stafræna fræðslu
Starfsafl hefur sett á laggirnar hóp um stafræna fræðslu. Fulltrúum þeirra fyrirtækja sem eru með slíka fræðslu sem hluta af fræðsluumhverfi síns fyrirtækis, hefur verið boðin þátttaka og verður fyrsti fundur hópsins þann 19. mars næstkomandi. Hópurinn er hugsaður sem samtalsvettvangur, þar sem hægt verður að ræða þessi mál heilt yfir, deila reynslu og ef […]
Má bjóða þér að kíkja í kaffi til okkar ?
Annað kaffispjalli ársins hjá okkur hér í Starfsafli verður þriðjudaginn 18. febrúar næstkomandi, frá kl. 9:30 til 11:00 Ef þú hefur aldrei komið þá hvetjum við þig til að skrá þig. Fyrir þá sem ekki þekkja þá felur kaffispjallið það í sér að við bjóðum þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, […]
Árið fer rólega af stað hjá Starfsafli
Hann var frekar rólegur þessi fyrsti mánuður ársins hjá Starfsafli. Alls bárust sjóðunum 16 umsóknir frá 12 fyrirtækjum. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 1,8 milljón króna til viðbótar við rúmlega 700 þúsund sem greitt var vegna umsókna sem voru óafgreiddar um áramót. Ein umsókn er óafgreidd þar sem umsóknin er vegna nýsköpunr eða þróunar og slíkar […]
Á bak við Áttina, vefgátt sjóða
Fræðslusjóðir atvinnulífsins voru að venju með kynningarbás á Menntadegi atvinnulífsins undir merkjum Áttarinnar, vefgáttar sjóða. Með tilkomu Áttarinnar varð gott samstarf enn öflugra og mikil áhersla lögð á samræmi og gott upplýsingaflæði á milli hagaðila. Í tilefni af deginum og því að allir voru þarna samankomnir, var ákveðið að smella í mynd sem tókst líka […]
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í gær fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyrirtæki ársins og Samkaup Menntasproti ársins. Hjá Orkuveitunni ríkir löng hefð fyrir gróskumiklu fræðslu- og símenntunarstarfi í fyrirtækinu til að mæta áskorunum nýrrar tækni og breytingum á störfum. Hjá Samkaupum er hinsvegar verið að hefja þá vegferð […]