Stafræn námsefnisgerð styrkt

Stjórn Starfsafls hefur dregið upp nýja reglu til að koma til móts við fyrirtæki sem útbúa eigið stafrænt námsefni og er svohljóðandi:

Þau fyrirtæki sem útbúa eigið stafrænt námsefni fyrir stafrænt námsumhverfi geta sótt sérstaklega um styrk til sjóðsins en veittur er allt að kr. 200.000 styrkur vegna eigin námsefnisgerðar. Hámarksfjöldi styrkja eru fjórir á almannaksári.

Forsendur og fylgigögn:

  • Stafrænt námsumhverfi þarf að vera til staðar hjá fyrirtækinu
  • Nákvæm lýsing á námskeiði, handrit eða afrit af námskeiði
  • Upplýsingar um markhóp námskeiðsins
  • Tímafjöldi námsefnisgerðar
  • Reikningur
  • Önnur gögn í samráði við sjóðinn.

Styrkurinn er aðeins ætlaður fyrirtækjum sem erum með félagsmenn í þeim stéttafélögum sem standa að Starfsafli. Þar sem sjóðurinn er að feta nýja leið með þessari reglu þá getur farið svo að frekari gagna er krafist en talið er upp hér að ofan eða ósk um kynningu.  Að gefnu tilefni áskilur Starfsafl sér rétt til að hafna umsóknum.

Myndin með fréttinni er fengin hér