Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Artic Trucks. Tveir sjóðir, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks auk IÐUNNAR Fræðsluseturs koma að verkefninu og greiða hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Hjá Artic Trukcs starfa 33 starfsmenn og þarf af eru 5 í Eflingu stéttafélagi. Fyrirtækið er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir ýmsa aðila […]
Category: Almennar fréttir
Á þitt fyrirtæki rétt hjá Starfsafli?
Fyrirtæki á almennum markaði með starfsfólk í Eflingu, VSFK og Verkalýðsfélaginu Hlíf getur sótt um styrki vegna náms og fræðslu starfsfólks. Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd. Allt starfstengt nám er styrkt, til dæmis íslenska, meirapróf, vinnuvélanám, öryggis- og gæðastjórnunarnámskeið, stjórnun, liðsheildar og samskiptanámskeið.Styrkt […]
180 milljónir til fyrirtækja og einstaklinga
Mikilvægi sí- og endurmenntunar verður seint metið að verðleikum enda sterk tengsl menntunar við velferð, hagsæld og jöfnuð. Nám, hvort heldur um er að ræða styttri námskeið eða lengra nám, getur oft verði kostnaðarsamt og ekki allra að fjármagna. Þar af leiðir er mikilvægt fyrir alla að geta nýtt áunninn styrk í starfsmenntasjóð og þannig […]
Spjallað um fræðslu í hlaðvarpi Iðunnar
Nýverið var Lísbetu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Starfsafls boðið í hlaðvarp IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði, til að ræða meðal annars fræðslustyrki til fyrirtækja, vefgátt sjóða og fræðslustjóra að láni, svo fátt eitt sé talið. Í kynningu Iðunnar segir; Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri Starfsafls kom í hlaðvarp IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði, til að ræða Áttina. Þar fórum við yfir […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð til 13. september
Skrifstofa Starfsafls er lokuð 1. til 13. september vegna síðbúinna sumarleyfa. Umsóknir fyrirtækja er sem fyrr hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á fyrrgreindum tíma afgreiddar fyrir 20. september. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga. Sólarkveðja. Myndin er fengin hér
Skeljungur hf fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Skeljung hf. Tveir sjóðir koma að verkefninu og greiða þeir hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga en hjá fyrirtækinu eru starfandi 240 einstaklingar, þar af 38 sem eru félagsmenn Eflingar. Helmingur þeirra starfar við akstur. Skeljungur dreifir eldsneyti til fyrirtækja sem ekki hafa tækifæri til að […]
Stafræn fræðsla einnig styrkt
Í heimsfaraldri hafa mörg fyrirtæki farið þá leið að bjóða upp og stafræna fræðslu, bæði í beinu streymi og með aðkeyptu efni. Að gefnu tilefni viljum við minna á að slíka fræðsla er styrkt alveg til jafns við alla aðra fræðslu. Sótt er venju samkvæmt um styrk á vefgátt sjóða og með umsókn þarf að […]
Viltu fá aðstoð við fræðslumálin?
Nú eru margir rekstraraðilar komnir aftur til vinnu eftir sumarfrí og farnir að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Einhver fyrirtæki hafa að skipa mannauðs- eða fræðslustjóra sem er sérstaklega menntaður í þeim fræðum en í flestum tilfellum er ekki svo. Þá er gott að geta leitað sér aðstoðar, fyrirtækinu að kostnaðarlausu. Viltu aðstoð ? […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð vegna sumarleyfa
Skrifstofa Starfsafls verður lokuð vegna sumarleyfa 9. til 23. ágúst 2021 Umsóknir fyrirtækja er sem fyrr hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á fyrrgreindum tíma afgreiddar fyrir lok ágúst. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga. Sólarkveðja.
Tiltekt í rólegum júlímánuði
Júlímánuður var með rólegra móti enda margir í sumarfríi. Það er hinsvgar áhugavert að þeir rekstraraðilar sem sækja um styrki vegna fræðslu fyrirtækja yfir sumarmánuðina eru oftar en ekki í tiltekt, þ.e. margar umsóknir berast frá fáum fyrirtækjum. Það er jákvætt og vert að minna á að reikningar vegna fræðslu geta verið allt að ársgamlir […]
 
				 
	 
	 
	 
	 
	 
	 
	 
	 
	