Starfsmenntasjóðir kynntir

Fimmtudaginn 4. nóvember síðastliðinn var Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, með erindi á vegum Félags mannauðsfólks um starfsmenntasjóði atvinnulífsins og Áttina, vefgátt sjóða. Fundurinn var stafrænn.

Það var kærkomið að fá þetta tækifæri og sérstaklega gaman að fá að kynna þetta á þessum vettvangi, en sjóðirnir vinna stöðugt að því að ná til fleiri fyrirtækja og því svo mikilvægt að fá að taka samtalið við fólkið sem vinnur með mannauð fyrirtækja alla daga.

Upptaka er aðgengileg á fésbókarsíðu Félags mannauðsfólks

Glærurnar má nálgast hér

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.