Góð kynning á Áttinni, vefgátt sjóða

Fræðsla og þjálfun skilar sér fljótt í meiri starfsánægju starfsfólks og betri árangri fyrirtækja. Þetta var á meðal þess sem fram kom á félagsfundi Félags Atvinnurekenda, „Fræðum og græðum“ sem haldinn var þann 6. október sl. Á þeim fundi kynnti  jafnframt Selma Kristjánsdóttir Áttina, vefgátt starsfmenntasjóða,en Starfsafl er einn af átta sjóðum sem standa að þeirri vefgátt.  Selma kynnir meðal annars hverjir geta sótt um og hvernig það er gert, hvaða gögn þarf að leggja fram og hversvegna, auk þess sem hún ræðir verkefnið Fræðslustjóri að láni. 

Góð kynning sem vert er að horfa á og á erindi til allra á almenna vinnumarkaðnum, þá sérstaklega mannauðs- og fræðslusjtóra. Kynning Selmu hefst á 4 mínútu, sjá hér