Er þitt fyrirtæki að ávaxta fé sitt?

Í september er skólastarf almennt komið vel í gang, fjöldi námskeiða fyrir fullorðna auglýst og víða fer fræðslustarf af stað innan fyrirtækja eftir góð sumarfrí starfsfólks. Það er vel og alltaf áhugavert að heyra af gróskumiklu fræðslustarfi.

September, hvað útgreiðslu styrkja varðar, var hinsvegar mjög rólegur og lítið um fyrirtækjastyrki en þeim mun meira um styrki til einstaklinga, enda margir að sækja um styrk vegna skólagjalda.

Heildarfjárhæð greiddra styrkja þennan mánuðinn var 23.6 milljónir króna og þar af um 300 þúsund krónur í styrki til fyrirtækja, sem er sögulega lág styrkupphæð. Að því sögðu hvetjum við fyrirtæki til að skoða hvaða leiðir eru færar en hjá fyrirtækjum myndast réttur í starfsmenntasjóðum sjálfkrafa og um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd. Ekki þarf að sækja um aðild eða greiða sérstakt gjald umfram það starfsmenntaiðgjald sem fyrirtæki greiða og er samið um á grundvelli kjarasamninga. Í því felst að fyrirtæki getur styrkt starfsfólks til náms, einstaklingsmiðað eða keypt inn í fyrirtækið námskeið og sótt um styrk vegna þess.

Enga betri ávöxtun er að finna á nokkru fé ef tekið er mið af meðalgreiðslu starfsmenntaiðgjalds á ársgrundvelli og mögulegum styrkfjárhæðum.

Styrkir til fyrirtækja:

5 umsóknir bárust frá jafnmörgum fyrirtækjum í mánuðinum og hafa þær allar verið afgreiddar. Ein umsókn var vegna ADR réttinda, 3 vegna vinnuvélanáms og sú fimmta vegna eigin fræðslu fyrirtækis. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt undir 300.000,- kr. og náði til 15 félagsmanna.

Styrkir til einstaklinga:

Efling kr.21,578,429,-

VSFK kr. 3.378.356,-

Hlíf kr. 1,747,140,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér