Í september bárust sjóðnum 8 umsóknir vegna Fræðslustjóra að láni. Eftirspurn eftir verkefninu Fræðslustjóri að láni er alltaf að aukast enda sjá fyrirtæki mikinn hag í því. Aldrei fyrr hafa þó borist jafn margar umsóknir í einum mánuði og nú. Ástæða þessarar fjölgunar umsókna er meðal annars verkefni á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar sem felur í sér […]
23 milljónir til einstaklinga
Heildarstyrkupphæð til einstaklinga nam rúmum 23 milljónum króna í september og hefur aldrei fyrr verið greidd út eins há upphæð í einum mánuði. Í prósentum talið er aukning á milli ára um 20% sé litið til fyrstu 9 mánaða ársins. Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn […]
29 umsóknir í september
September var á pari við ágúst þar sem í mánuðinum bárust sjóðnum 29 umsóknir frá 19 fyrirtækjum. Umsóknir mánaðarins skera sig hinsvegar töluvert úr frá öðrum mánuðum þar sem óvenju mikið var um umsóknir vegna Fræðslustjóra að láni, eða alls 8 umsóknir. Heildarfjöldi fyrirtækja á bak við þær umsóknir eru 13 fyrirtæki, þar sem tvær […]
Hótel Klettur fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Hótel Klettur ehf Starfsmenn fyrirtækisins eru 46 talsins og er verkefnið að fullu styrkt af Starfsafli og SVS. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal […]
Umfang styrkja í ágústmánuði
Í ágúst bárust sjóðnum 30 umsóknir frá 18 fyrirtækjum. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margar umsóknir bárust frá fyrirtækjum sem aldrei fyrr hafa sótt um í sjóðinn þrátt fyrir að hafa verið í reksti í fjölda ára. Við fögnum því og hvetjum rekstraraðila til að kynna sér umhverfi starfsmennta- og fræðslusjóða og þær […]
Gæðabakstur fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Gæðabakstur ehf. Starfsmenn fyrirtækisins eru 165 talsins og að verkefninu koma til viðbótar við Starfsafl; SFS, Samband stjórnendafélaga, Landsmennt og Iðan. Heildarupphæð styrks er 810.000,- krónur og þar af er hlutur Starfsafls um 400.000,- kr. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að […]
Allt að ársgamlir reikningar eru gildir
Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning sem er allt að ársgamall. Skilyrði er að sá starfsmaður sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld […]
Ágústmánuður fer vel af stað
Verslunarmannahelgin er liðin og vinnustaðir lifna við eftir sumardvala. Hér hjá Starfsafli er síminn loksins farinn að hringja eftir mánaðarþögn, það hringlar í umsóknargáttinni eins og gömlum spilakassa og bersýnilegt að fyrirtækin eru mörg hver farin að skipuleggja starfið fram að áramótum. Jibbý. Það er því óhætt að segja að ágústmánuður fari vel af stað […]
Júlímánuður í tölum
Júlímánuður var einstaklega rólegur hér hjá Starfsafli hvað styrki til fyrirtækja varðar. Alls bárust sjóðnum 13 umsóknir frá 11 fyrirtækjum, þar af bíða tvær afgreiðslu. Samanlagt voru greiddir styrkir rétt um eina og hálfa milljón króna. Meðal námskeiða sem voru styrkt voru þjónustunámskeið, íslenskukennsla, skyndihjálp, hafnargæsla og meirapróf. Þrátt fyrir rólegheit er vöxtur í fjölda […]
6 mánaða uppgjör Starfsafls
Við 6 mánaða uppgjör Starfsafls á greiddum styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja má sjá töluverða aukningu á milli ára. Það eru hinsvegar ekki óvæntar fréttir þar sem stigvaxandi sókn hefur verið í sjóðinn síðastliðin ár, þá sérstaklega hvað varðar umsóknir um fyrirtækjastyrki. Sé litið á hlutfallslega aukningu þessa fyrstu 6 mánuði þá hafa útgreiðslur styrkja […]