Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni minnum við á að reikningar þurfa að vera sundurliðaðir. 

Þá þurfa eftirfarandi þættir að koma skýrt fram  í umsókn:

1. Lista yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild.

2. Afrit af reikningi frá fræðsluaðila þar sem skýrt kemur fram fjöldi tíma og nöfn þátttakenda.

3. Upplýsingar um fræðsluna (námskeiðslýsing).

Vinsamlegast athugið að ekki er greiddur út styrkur ef eitthvað af þessum upplýsingum vantar. Þá er umsókn hafnað ef tilskilin gögn berast ekki innan 4 vikna frá því að umsókn er lögð inn.

Að síðustu viljum við benda á að aðeins beinn námskeiðskostnaður er styrktur auk þess sem styrkt er vegna þjónustu túlka, sbr. reglur þar um.  Kostnaður vegna annara þátta, ef við á, verður því að koma skýrt fram á reikning.