Aukakaffispjall á miðvikudag

Vegna verulegs áhuga og takmörkunar á þátttöku hverju sinni, var ákveðið að bæta við kaffispjalli á miðvikudaginn kemur, kl. 9:30. Það verður því kaffispjall á þriðjudag (fullt) og aftur á miðvikudag.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá felur kaffispjallið það í sér að við bjóðum þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, tekið samtalið, lært og leitað leiða til að mæta þörfum fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. Þá er ekki síður ávinningur fyrir okkar gesti að koma hingað á skrifstofu Starfsafls, kynnast sjóðnum betur, heyra hvað aðrir eru að gera í sínum mannauðs- og fræðslumálum og vonandi mynda gagnlegar tengingar.

Um er að ræða fámenna morgunfundi, hámark 6 gesti, enga dagskrá en skemmtilegar umræður ef vel tekst til. Við hvetjum sérstaklega þá sem aldrei hafa komið til að kíkja á okkur.

Næsti kaffispjall verður sem fyrr segir þriðjudaginn 4 desember nk. kl. 9:30 og skráning er á netfangið lisbet@starfsafl.is Athugið, að vegna takmörkunar á þátttöku er skráning nauðsynleg.

Vertu velkomin/n