Árið gert upp í nýju félagsblaði Eflingar

Það er mikilvægt að hlúa að mannauð fyrirtækja og veita viðeigandi fræðslu. Ávinningurinn er margþættur, en með viðeigandi fræðslu er meðal annars hægt að stuðla að aukinni starfsánægju en ánægður starfsmaður leiðir alla jafna af sér ánægðan viðskiptavin. Góð jafna sem vert er að hafa í huga segir framkvæmdastjóri Starfsafls í nýjasta félagsblaði Eflingar sem kom út nú í byrjun árs.

Til viðbótar við það að efla starfsánægju eða þekkingu í starfi þá eiga sér sífellt stað breytingar sem geta haft áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja, s.s með auknum lagalegum kröfum um menntun starfsfólks. Sem dæmi þar má nefna lög sem taka til endurmenntunar atvinnubílstjóra. Starfsafl styrkir þá endurmenntun eins og reglur segja til um og hefur markvisst kynnt það til fyrirtækja. Sú kynning hefur skilað sér vel til fyrirtækja og hafa fyrirtæki sem greiða þessi námskeið að fullu fyrir sína bílstjóra sótt um styrk vegna þessa og nemur styrkupphæð 75% af námskeiðsgjaldi.

Greiddir styrkir voru flestir vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra, alls um 10 milljónir á árinu og náðu til tæplega 1200 bílstjóra. Það er um fimmtungur allra greiddra styrkja hjá Starfsafli árið 2018. Hér er vert að hafa í huga að endurmenntunin er alls 5 námskeiðshlutar og í mörgum tilfellum sótti sami bílstjórinn fleiri en eitt namskeið.

Annað nám sem verður til vegna breytinga á laga- og eða rekstrarumhverfi fyrirtækja er nám dyravarða. Það er meðal annars ætlað starfandi dyravörðum og aðeins þeir sem lokið hafa námskeiði og sem lögreglustjóri hefur samþykkt, geta starfað sem dyraverðir. Vegna þessa fór fjöldi dyravaða á námskeið og var styrkur Starfsafls vegna þessa um milljón krónur og náði til um 30 dyravarða.

Viðtalið í heild sinni má lesa  hér