Úthlutunarreglur
Félagsmaður í Eflingu, Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk, sjá hér hvað er styrkhæft
Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi gefur fulla styrkupphæð, kr.130.000,- en þó aldrei meira en 90% af reikningi.
Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks, sjá hér
Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.
Áunnin réttindi félagsmanna innan Starfsafls og Landsmenntar eða SVS haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli sjóða, sjá hér.
Upphæðir endurgreiðslu
Hámarksgreiðsla er kr. 130.000,- fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið samanlagt.
Námskeið sem falla undir lífsleikni eru styrkt að hámarki kr. 30.000,- á ári.
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að kr. 260,000,- eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að kr. 390.000,- fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 30.000 á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar.
Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuði, sjá hér
Sameiginlegur styrkur félagsmanns og fyrirtækis
Svona sækir þú um
Ef þitt stéttafélag er Efling þá sækir þú um á mínum síðum félagsins, sjá hér
Ef þitt stéttafélag er Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði þá sækir þú um á mínum síðum félagsins, sjá hér
Ef þitt stéttafélag er Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur þá sækir þú um á mínum síðum félagsins, sjá hér
Með útfyllingu umsóknar samþykkir umsækjandi vinnslu persónuupplýsinga um sig af hálfu stéttarfélagsins, þ.e. uppflettingu í félagsskrá stéttarfélagsins, skráningu umsóknarinnar, niðurstöðu hennar og upphæð greiðslunnar og eftir atvikum umfjöllun um umsóknina í fræðslusjóði.
Með umsókn skal skila
Frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og kennitala fræðsluaðila.
Staðfestingu á greiðslu úr heimabanka.
Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis
Frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku eða íslensku (ef frumrit reiknings er gefið út á ensku þá nægir það).
Sundurliðuð kostnaðarskipting, þ.e. ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald.
Bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum.
Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur.
Ekki er veittur styrkur fyrir nám sem fram fer á erlendum vefsíðum, að undanskyldu háskólanámi hjá viðkenndum háskólum.
Hjá öllum félögunum er tekið við umsóknum til og með 20. hvers mánaðar og greitt er fyrsta virka dag í mánuði inn á bankareikning viðkomandi. Hjá Eflingu er greitt út tvisvar í mánuði og því eru umsóknir sem berast á milli 21. og 31. hvers mánaðar greiddar út þann 10. næsta mánaðar.
Misnotkun á fræðslusjóði og viðurlög
Umsækjandi sem reynist hafa gefið rangar eða villandi upplýsingar og eða notar fölsuð gögn við styrkumsókn, missir rétt sinn til styrks í 36 mánuði. Hafi umsækjandi fengið greidda styrkupphæð á grundvelli falsaðra og eða rangra gagna, er heimilt að krefja viðkomandi um endurgreiðslu á heildarupphæð styrks auk dráttarvaxta. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að kæra til lögreglu brot af þessu tagi.