Til að nám teljist starfstengt þarf það að falla að viðmiðum sjóðsins um starfstengt nám, sjá hér
Hvað er styrkt:
- Starfstengd fræðsla sem fram fer fyrir hóp starfsfólks eða einstakling
- Starfstengd fræðsla sem fram fer á íslenskum vefsíðum
- Nám í fegrunarfræðum, sjá hér
- Íslenskunám, sjá hér
- Nám tekið erlendis, sjá hér
- Áhugasviðsgreiningar sem teknar eru undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa
- Raunfærnimat
- Skólagjöld í framhaldsskóla, þ.m.t. efniskostnaður sem telst til hluta skólagjalda en undanskilin eru öll gjöld sem teljast valfrjáls, s.s. skóla- og nemendafélagsgjöld.
- Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum
- Almennt ökunám, þ.m,t. eru ökutímar
- Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um markþjálfann en skilyrt er að markþjálfinn hafi lokið námi í markþjálfun frá viðurkenndum skóla. Þá verður fjöldi tíma að koma fram á reikningi.
- Ferðir erlendis í tengslum við starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu, sjá hér
Hvað er ekki styrkt:
- Fræðsla sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum.
- Ráðgjöf eða handleiðsla
- Ríkisborgarapróf
- Enskumat
Athugið að upptalningarnar hér að ofan eru ekki tæmandi en ætti að gefa góða mynd af því sem er styrkt og hvað ekki. Ef nám fellur ekki að viðmiðum sjóðsins um starsftengt nám þá er mögulegt að það geti fallið undir lífsleiknistyrk.
Starfsafl áskilur sér rétt til að taka til skoðunar og kalla eftir nánari upplýsingum á aðgengi, efnisinntaki, kostnaði eða hæfi leiðbeinanda.
Að sama skapi áskilur Starfsafl sér rétt til að gera athugasemdir, takmarka og eða hafna styrkveitingu ef vísbendingar til þess eru fyrir hendi.
Að gefnu tilefni áskilur Starfsafl sér rétt til að hafna umsóknum
Misnotkun á fræðslusjóði og viðurlög
Umsækjandi sem reynist hafa gefið rangar eða villandi upplýsingar og eða notar fölsuð gögn við styrkumsókn, missir rétt sinn til styrks í 36 mánuði. Hafi umsækjandi fengið greidda styrkupphæð á grundvelli falsaðra og eða rangra gagna, er heimilt að krefja viðkomandi um endurgreiðslu á heildarupphæð styrks auk dráttarvaxta. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að kæra til lögreglu brot af þessu tagi.
Birt með fyrirvara um villur.
Uppfært 23.12.2024