Ferðastyrkur

Þegar félagsmaður ferðast erlendis í tengslum við starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu, getur hann sótt um ferðastyrk. Styrkurinn er eingöngu vegna flugs (ekki rútu, leigubíla eða annars). Hámarksferðakostnaður er kr. 40.000,- á ári en að hámarki 50% af reikningi. Með umsókn þarf að fylgja með staðfesting á námi, námskeið eða ráðstefnu, sem sótt er og greitt er fyrir af félagsmanni. Ferðakostnaður telst til einstaklingsstyrks og fellur undir reglur þar um. Í því felst að hámarksgreiðsla á ári er kr. 130.000,- fyrir starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu og kostnað vegna ferðar samanlagt.  Að öðru leyti gilda reglur um einstaklingsstyrki og skil á gögnum.