Viðmið sjóðsins um starfstengt nám

Skilgreining fræðslu (nám og námskeið) :

Starfsafl styðst við flokkun fræðsluaðila við skilgreiningu á hvaða fræðsla fellur undir almennt starfsnám sbr. eftirfarandi:

Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur yfirleitt með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu

 

Hvaða skilyrði þarf fræðsla (nám og námskeið) að uppfylla af hálfu Starfsafls:

1. Hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda sem ætla má að sé til þess bær að standa fyrir kennslu

2. Skýr efnistök og markmið

3. Þarf að vera öðrum  aðgengilegt á sama eða sambærilegu verði

Nám sem ekki fellur undir ofangreint telst ekki starfsmenntun og fellur því ekki undir starfsmenntastyrki.