Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Í því felst að hann hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna vegna náms eða námskeiðs sem greitt var fyrir á meðan umsækjandi greiddi til félagsins Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður.
Félagsmaður sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur réttindi sínum til styrks í allt að 24 mánuði. Að 24 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður.
Félagsmaður sem hættir vegna aldurs og fer á ellilífeyri heldur réttindi sínum í 24 mánuði.