Samanlögð styrkfjárhæð í maí 32,4 milljónir

Það er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi, að styrkja þá grunnstoð sem mannauðurinn er og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir einstaklinga á vinnumarkaði er ekki síður mikilvægt að líta á eigin hæfni og færni og sækja þá fræðslu sem þarf. Þá er gott að geta leitað í starfsmenntasjóði og lágmarkað kostnað tengdan starfsmenntun.

Við uppgjör maímánaðar kemur skýrt í ljós að atvinnulífið hefur sannarlega tekið við sér og sé orðið “eðlilegt” á ný þegar litið er til starfsmenntamála, þar sem fræðsla innan fyrirtækja er hluti af daglegum rekstri og getur farið fram óhindrað. Það er hinsvegar alltaf hægt að gera betur og við hvetjum öll fyrirtæki sem ekki nýta sér það bakland sem felst í starfsmenntasjóðum, að kynna sér þá og þær leiðir sem eru mögulegar. Hér má sjá reglur Starfsafls um styrki til fyrirtækja og hér styrkir til einstaklinga og þá er bent sérstaklega á þá leið þar sem fyrirtæki og einstaklingur geta sótt sameiginlega um styrk. 

Í maí var samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga 32.4 milljónir króna og þar af styrkir til fyrirtækja rétt undir 9 milljónum króna sem þykir í hærra lagi en við fögnum því og vitum að því fé er vel varið. 

Í maí var samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga 32.4 milljónir króna og þar af styrkir til fyrirtækja rétt undir 9 milljónum króna sem þykir í hærra lagi en við fögnum því og vitum að því fé er vel varið.

Styrkir til fyrirtækja

Í maí bárust 26 umsóknir frá 17 fyrirtækjum og heildarfjárhæð greiddra styrkja rétt undir 9 miljónum króna. Ein umsókn bíður enn afgreiðslu þar sem tilskylin gögn vantar og þá var fjórum umsóknum hafnað þar sem enginn þátttakandi var félagmaður þeirra félaga sem standa að Starfsafli en alls náðu styrkir mánaðarins til 168 félagsmanna. Hér má sjá yfirlit yfir aðild stéttafélaga að starfsmenntasjóðum atvinnulífsins

Efnisflokkar voru samanber eftirfarandi:

Menningarlæsi
ADR námskeið
Dale Carnegie
Dyravarðaranámskeið
Endurmenntun atv.
Fiskvinnslunámskeið
Íslenska
Leiðtogaþjálfun
Markþjálfanám
Meirapróf
Öryggistrúnaðarmenn
Samskipti
Sérhæft námskeið
Sölunámskeið
Stjórnendaþjálfun
Vinnuvélanámskeið

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð í maí til einstaklinga var 23,5 milljónir króna og skiptist sbr. eftirfarandi:

Efling kr. 15,889,777,-

VSFK kr. 5,054,885,-

Hlíf kr. 2,572,600,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir,en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.