29 milljónir króna í styrki í júní

Allar umsóknir frá fyrirtækjum í júní voru afgreiddar í nýjum húsakynnum Starfsafls þar sem  skrifstofa Starfsafls flutti í Borgartún 35 undir lok maímánaðar.  Að öðru leyti er allt eins og vera ber á skrifstofu Starfsafls og alltaf ánægjulegt að taka á móti umsóknum frá fyrirtækjum og svara þeim ótal fyrirspurnum sem berast frá þeim sem stýra mannauðs- og fræðslumálum innan fyrirtækja og eru að leita leiða til að hlúa að og efla sinn mannauð þar sem því verður við komið.

Þá er fjölþætt fræðsla og ráðgjöf veitt á skrifstofu Starfsafls tengd starsfmenntnamálum, svo sem vegna mögulegra styrkja,  vegna þarfagreiningar fræðslu, uppsetningar á fræðsluáætlunum, námskeiðsframboði, stafrænni fræðslu og áfram mætti telja.  

Í júní var samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga 29 milljónir króna. Það er alveg á pari við sama mánuð síðasta árs en aðeins hærra hlutfall í styrki til fyrirtækja heldur en til einstaklinga sé litið til þess.

…alltaf ánægjulegt að taka á móti umsóknum frá fyrirtækjum og svara þeim ótal fyrirspurnum sem berast frá þeim sem stýra mannauðs- og fræðslumálum innan fyrirtækja…

Styrkir til fyrirtækja

36 umsóknir bárust frá samtals 13 fyrirtækjum í  mánuðinum.  Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 3.5 milljónir króna.  Á bak við þessa tölu eru 217 félagsmenn. 15 umsóknum var hafnað og hefur aldrei svo mörgum umsóknum verið hafnað í einum mánuði.  Ástæðan þar að baki er sú að flestar voru þær frá fyrirtæki sem hafði þegar náð hámarki og átti fyrirtækið því ekki frekari rétt hjá sjóðnum.  Þá var umsókn hafnað þar sem gögn þóttu ekki nægilega skýr. 

Sótt var um styrk vegna ýmissa námskeiða en flestar voru þær vegna aukinna ökuréttinda og vinnuvélanámskeiða.

Styrkir til einstaklinga

Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í júní voru sem hér segir:

Efling kr. 19.567.244,-

VSFK kr. 4.592.080,-

Hlíf kr. 1.366.510,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 25.525.834,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér