Nýverið var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við fyrirtækið Eimskip ehf. Fjöldi sjóða kemur að verkefninu en auk Starfsafls koma Landsmennt, Iðan fræðslusetur, Menntasjóður STF og SA, Rafmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Verkefnið nær til hátt í 800 einstaklinga […]
Category: Almennar fréttir
Skrifstofa Starfsafls lokuð til 23. september
Skrifstofa Starfsafls verður lokuð frá fimmtudeginum 12. september til máudagsins 23. september 2024. Umsóknir fyrirtækja er hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á áðurnefndum tima afgreiddar að þeim tíma liðnum. Önnur erindi bíða einnig afgreiðslu til þess tíma. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla […]
Blue Car Rental fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við fyrirtækið Blue Car Rental. Auk Starfsafls koma Iðan og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Starfsafl er sá sjóður sem á flesta félagsmenn og leiðir því vinnuna. Blue Car Rental var stofnað árið 2010 […]
270 milljónir króna í styrki það sem af er ári
Nú fer í hönd sá tími þar sem fyrirtæki hrinda í framkvæmd fræðsluáætlun, ef slík áætlun liggur fyrir, og keyra í gang fræðslustarf fyrirtæksins sem er á áætlun þennan veturinn. Þá er gott að vera búin að senda inn umsóknir fyrir þeirri fræðslu sem nú þegar hefur farið fram svo fjármagn sé til staðar til […]
Veljum íslenskuna – við getum gert betur
Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu […]
Besta mögulega ávöxtun á fé
Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald, hluti af launatengdum gjöldum og samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma. Að því sögðu þarf ekki að sækja um sérstaka aðild að sjóðnum heldur myndast réttur sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld eru greidd. Fram til ársins 2008 naut sjóðurinn framlags úr atvinnuleysistryggingasjóð en […]
Mikilvægi fræðslu- og starfsmenntunar
Tryggja þarf að alltaf sé til staðar sú þekking sem þörf er á í núinu og nánustu framtíð, eigi fyrirtækið að ná markmiðum sínu og hafa yfir að ráða mannauð sem líður vel í starfi og getur mætt morgundeginum. Hér fyrir neðan eru 7 atriði sett fram sem dæmi um ávinning af fræðslu- og starfsmenntun […]
27% aukning á milli ára í styrki til fyrirtækja
Starfstengd fræðsla og starfsmenntun er án nokkurs vafa mikilvæg og nauðsynlegur hluti af menningu hvers fyrirtækis. Það þarf að fjárfesta í þeim mannauð sem starfar innan fyrirtækisins og tryggja að alltaf sé til staðar sú þekking sem þörf er á í núinu og nánustu framtíð, eigi fyrirtækið að ná markmiðum sínu og hafa yfir að […]
26.3 milljónir greiddar út í sjöunda mánuði ársins
Fjöldi fyrirtækja nýtir sumarmánuðina til að taka saman gögn og senda inn umsóknir vegna náms og námskeiða sem starfsfólk hefur sótt það sem af er ári. Þá eru fyrirtæki sem senda inn umsóknir vegna námskeiða sem sumarstarfsfólk sækir en það er að aldrei of oft undirstrikað mikilvægi þess að fjárfesta í því starfsfólki sem kemur […]
Nú er tími fyrir tiltekt og græja umsóknir.
Á hverju ári berast sjóðnum hundruði umsókna og því miður er það svo að a.m.k. fjórðungur umsókna berst á síðustu 6 vikum fyrir skilafrest í desember, með tilheyrandi álagi á sjóðinn. Að gefnu tilefni viljum við því benda rekstraraðilum á að það er engin ástæða til að bíða með umsóknir og láta peningana liggja í […]