Annasamur nóvembermánuður
Það mátti vel finna það á fjölda umsókna frá fyrirtækjum í nóvember að árið væri senn á enda, enda til mikils að vinna að brenna ekki inni með ónýttan rétt.
Í nóvember var heildarfjárhæð greiddra styrkja 43.2 milljónir króna og á bak við þær tölur 40 fyrirtæki og 1900 félagsmenn, þar af 390 félagsmenn sem nýttu rétt sinn til eintaklingsstyrks. Af þeim tölum má sjá það margfeldi sem felst í fræðslu sem greitt er fyrir af fyrirtækjum. Sú fræðsla nær yfirleitt til stærri hóps og fyrir lægri fjárhæðir.
Styrkir til fyrirtækja
88 umsóknir bárust frá 40 fyrirtækjum og var lægsti styrkurinn kr. 1047,- og sá hæsti kr. 2.442.930,- Óvenju mörgum umsóknum var hafnað, alls 12 umsóknum og tvær bíða enn afgreiðslu. Þá voru 8 umsóknir vegna stafræns fræðsluumhverfis, 2 vegna stafræns fræðslusafns og 3 vegna Fræðslu til framtíðar en um það síðastnefnda má lesa nánar hér Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja var tæpar 14 miljónir króna og á bak við þá tölu 1510 félagsmenn.
Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja var tæpar 14 miljónir króna og á bak við þá tölu 1510 félagsmenn.
Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru meðal annarra:
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Enska
Fisktækni
Fluverndarnámskeið
Fræðslusafn
Frumnámskeið
Gæðastjornun
Gerð fræðsluefnis
Húmor og hamingja
Inngilding og fjölbreytileiki
Íslenska
Ógnandi hegðun
Öryggisnámskeið
Skyndihjálp
Söluþjálfun
Stjórnendafræðsla fyrir verkstjóra
Stjórnun – leiðtogahæfni
Þjónusta – erfiðir viðskiptavinir
Þjónusta- Erfiðir viðskiptavinir
Velferð dýra
Vinnuvélanám
Vinnuvernd
Streitustjórnun
ÖVinnustaðaskóli Akademías
Vinnuvélaréttindi
Samskipti / einelti og áreitni
Styrkir til einstaklinga
Heildarfjárhæð greiddra styrkja til einstaklinga var kr. 26.454.013,- og á bak við þá tölu 390 félagsmenn.
Efling kr. 16.822.282,-
VSFK kr. 7.138.047,-
Hlíf kr. 2.493.684,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér