Stefnumiðuð fræðsla er lykilþáttur í því að styðja við langtímasýn og markmið fyrirtækja. Með markvissri hæfniuppbyggingu má efla starfsfólk, auka nýsköpun, bæta þjónustu og styrkja samkeppnishæfni. Slík nálgun tryggir að þekking og færni starfsfólks þróist í takt við breyttar þarfir atvinnulífsins og tækni. Með markvissri hæfniuppbyggingu má efla starfsfólk, auka nýsköpun, bæta þjónustu og styrkja […]
Category: Almennar fréttir
Heimsókn í fyrirtæki – má bjóða þér að bjóða okkur?
Starfsafl leggur ríka áherslu á að eiga gott og virkt samtal við atvinnulífið. Þekking á þörfum vinnumarkaðarins og þeirra sem þar starfa, er forsenda þess að fræðslusjóðir geti brugðist rétt við og veitt raunverulegan stuðning. Það skiptir því máli að við sem þar störfum heimsækjum fyrirtæki og fáum innsýn í dagleg störf. Hvað er verið […]
Mannauðsdagurinn 2025
Mannauðsdagurinn 2026 verður haldinn þann 3. október nk. Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um mörg af mikilvægustu verkefnum mannauðsfólks og stjórnenda fyrirtækja. Stjórnun snýst sífellt meira um að leiða fólk í gegnum breytingar og hlúa að menningu nýsköpunar, samkenndar og fjölbreytileika. Þetta krefst færni í tilfinningagreind, aðlögunarhæfni og menningarvitund. Í breyttum veruleika gegna mannauðsstjórar […]
Vel sótt afmælisráðstefna
Í tilefni af afmæli starfsmenntasjóðanna og 10 ára afmæli Áttarinnar, sameiginlegrar vefgáttar sjóðanna, var blásið til veglegrar ráðstefnu þann 18 september sl. Ráðstefnan fór fram á Grand Hótel Reykjavík og að henni stóðu þeir starfsmenntasjóðir sem sameinast um rekstur Áttarinnar. Dagskráin hófst með ávarpi, þá tóku við stutt erindi og inn á milli voru spiluð […]
Afmælisráðstefna 18. september, þér er boðið
Vinnumarkaðurinn hefur tekið örum breytingum undanfarin ár og nýjar atvinnugreinar og störf hafa orðið til á sama tíma og önnur störf hafa breyst. Starfmenntasjóðirnir hafa styrkt starfsfólk og fyrirtæki undanfarin 25 ár sem leitt hefur til aukinnar hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Í tilefni af afmæli starfsmenntasjóðanna og 10 ára afmæli Áttarinnar, sameiginlegrar vefgáttar sjóðanna, verður […]
Frá framkvæmdastjóra – rýnt í ársskýrslu 2024
Áherslur í starfsemi sjóðsins slá í takt við atvinnulífið og þarfir þeirra sem starfa á almenna markaðnum, hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Með sífelldri hlustun og virkri þátttöku á vettvangi mannauðs- og fræðslumála, er hægt að mæta þeim þörfum. Eitt af meginmarkmiðum Starfsafls er að styðja fyrirtæki og starfsfólk þeirra í því að […]
Iðgjöld og styrkir – rýnt í ársskýrslu 2024
Hlutverk Starfsafls er margþætt og felur meðal annars í sér áherslu á kynningar-og hvatningarstarf er tengist starfsmenntun, að hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun og kanna þarfir atvinnulífsins fyrir starfsmenntun almennra starfsmanna. Dagleg störf speglast einna helst í umsýslu og afgreiðslu styrkja til fyrirtækja og einstaklinga vegna starfsmenntunar samkvæmt nánari reglum stjórnar, styðja við skipulag […]
141 fyrirtæki – rýnt í ársskýrslu 2024
141 fyrirtæki nýttu rétt sinn árið 2024 og sóttu um styrk til sjóðsins, einn eða fleiri, vegna starfsmenntunar starfsfólks. Það er vert að benda á það að öll fyrirtæki á almennum markaði sem eru með starfsfólk í hlutaðeigandi stéttafélögum og í skilum með iðgjaldagreiðslur, eiga rétt hjá sjóðnum, allt að 4 milljónir króna á ári […]
Styrkir til einstaklinga- rýnt í ársskýrslu 2024
Styrkir til einstaklinga eru veigamikill þáttur í starfsemi Starfsafls en afgreiðsla umsókna fer fram hjá hlutaðeigandi stéttafélögum en reglur eru settar af stjórn Starfsafls og úrskurður álitamála fer fram á skrifstofu Starfsafls og ef þurfa þykir, er skotið til stjórnar Starfsafls Tæplega 35.000 félagsmenn eiga rétt hjá sjóðnum og þar af eru flestir í Eflingu. […]
Fræðslustjóri að láni – rýnt í ársskýrslu 2024
Fræðslustjóri að láni er verkfæri sem fjöldi fyrirtækja hefur nýtt sér á þeim árum sem liðin eru frá fyrsta verkefninu. Fjölbreytnin er mikil meðal þeirra fyrirtækja og þar á meðal má finna veitingastaði, hótel, fiskvinnslur, heildsölur, bílaleigur og verksmiðjur, svo dæmi séu tekin. Árið 2024 fengu 7 fyrirtæki Fræðslustjóra að láni. Á bak við þá […]