Nýverið var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Daga hf. Auk Starfsafls koma Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Starfsafl er sá sjóður sem á flesta félagsmenn, 693 af 835 starfsmönnum, og leiðir því vinnuna. Dagar eru framsækið en rótgróið […]
Skráning hafin á vorfund Starfsafls
Skráning er hafin á vorfund Starfsafls sem haldinn verður fimmtudaginn 2. maí nk á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica (gengið inn að framanverðu, til hliðar við aðalinngang). Fyrirlesararnir eru hverjum öðrum betri, með góða fagþekkingu á sínu sviði en að þessu sinni horfum við til fræðslu sem fram fer á stafrænu formi í flóknu umhverfi […]
Fjölbreytt fræðsla í marsmánuði
Í rekstri fyrirtækja skiptir hæft og framsýnt starfsfólk öllu máli og segja má að þar sé lykill fyrirtækja að árangri. Að því sögðu er símenntun og markviss starfsþróun grunnstoð sem þarf sífellt að huga að.Það er því mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi að styrkja þessa grunnstoð og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir […]
Vorfundur Starfsafls 2.maí nk.
Vorið er á næsta leyti og vorfundur Starfafls í fullum undirbúningi. Vorfundurinn verður haldinn í sjötta sinn fimmtudaginn 2. maí nk. frá kl. 13:30 til 16:00 á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica. Á dagskrá verða stutt en fróðleg erindi um fræðslu og fræðslustjórnun og að því loknu tökum við okkur góðan tíma fyrir góðar veitingar […]
Fjölbreytt fræðsla og fræðsluform
Fræðsla starfsfólks sem greitt er fyrir af fyrirtæki er sífellt að aukast sem og sá fjöldi fyrirtækja sem nýtir sér það bakland sem Starfsafl er. Starfafl styrkir alla fræðslu, hvort sem hún fer fram á gólfi eða með aðstoð stafrænnar tækni, svo lengi sem hún telst vera starfstengd. Í þeirri samantekt sem er hér fyrir […]
Breytt regla um fræðslusöfn og öpp
Stafræn fræðsla er það fræðsluform sem hefur tekið hvað mestum breytingum á undanförnum árum. Hugmyndafræðin um vinnustaði sem námstaði hefur fest sig í sessi og hluti af því er innleiðing á sjálfstýrðu námi starfsfólks. Samhliða hafa þá kröfur um gott aðgengi að fjölbreyttu námsframboði á allskonar formi, aukist jafnt og þétt. Hugmyndafræðin um vinnustaði sem […]
Hækkun styrkja vegna námsefnisgerðar
Stafræn fræðsla snýst um að miðla þekkingu stafrænt til starfsfólks og vönduð, vel framsett stafræn fræðsla getur aukið aðgengi og sparað tíma þeirra sem hana sækja. Fyrir fyrirtæki getur það skipt sköpum að geta útbúið, breytt eða bætt við eigið námsefni, og komið því á framfæri með litlum tilkostnaði, eftir fyrirliggjandi þörfum hverju sinni. Í […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð vegna vetrafrís
Skrifstofa Starfsafls er lokuð frá 21. febrúar til 26. febrúar vegna vetrarfrís. Umsóknir fyrirtækja er hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á áðurgreindum tíma afgreiddar eftir 26.febrúar ef öll tilskylin gögn fylgja, sjá nánar hér. Allar upplýsingar um reglur vegna styrkja er hægt að sjá hér og þá eru […]
Styrkur veittur til handbókagerðar
Góð þjálfun starfsfólks er undirstaða góðrar þjónustu og þar sem margir menningarheimar mætast er þjálfun og fræðsla ein af lykilþáttum árangurs. Það var því einróma sem stjórn Starfsafls samþykkti að veita Margréti Reynisdóttur, eiganda Gerum betur ehf, umbeðinn styrk vegna námsefniðsgerðar, nýsköpunar- og þróunar, enda hefur hún verið leiðandi á sínu sviði og varpað kastljósi […]
Regla um eigin fræðslu lögð til hinstu hvílu
Stjórn Starfsafls hefur ákveðið að fella úr gildi reglu vegna eigin fræðslu fyrirtækja. Eigin fræðsla fyrirtækja hefur lengi verið hluti af regluverki sjóðsins og í tímans rás tekið ýmsum breytingum til einföldunar en engu að síður verið þung í vöfum fyrir alla hlutaðeigandi. Eigin fræðsla fyrirtækja hefur lengi verið hluti af regluverki sjóðsins og í […]