270 milljónir króna í styrki það sem af er ári

Nú fer í hönd sá tími þar sem fyrirtæki hrinda í framkvæmd fræðsluáætlun, ef slík áætlun liggur fyrir, og keyra í gang  fræðslustarf fyrirtæksins sem er á áætlun þennan veturinn. Þá er gott að vera  búin að senda inn umsóknir fyrir þeirri fræðslu sem nú þegar hefur farið fram svo fjármagn sé til staðar til að greiða fyrir þá fræðslu sem er á dagskrá. Það er gott verklag og margir myndu segja fínasta fjármálastjórnun.   

Það léttir líka á okkur sem störfum hjá sjóðnum að afgreiða jafnt og þétt yfir árið, en á hverju ári berast sjóðnum hundruði umsókna og því miður er það svo að a.m.k. fjórðungur  umsókna berst á síðustu 6 vikum fyrir skilafrest í desember, með tilheyrandi álagi á sjóðinn. Við hvetjum því alla til að senda inn umsóknir sem allra fyrst en ekki lúra á þeim þar til á siðustu stundu.  

Það sem af er ári, á fyrstu átta mánuðum ársins hafa verið greiddar í styrki til einstaklinga og fyrirtækja tæplega 270 milljónir króna.

Það sem af er ári, á fyrstu átta mánuðum ársins hafa verið greiddar í styrki til einstaklinga og fyrirtækja tæplega 270 milljónir króna. 

Að því sögðu er við hæfi að horfa um öxl og skoða tölur nýliðins mánaðar. 

Styrir til einstaklingar og fyrirtækja í ágúst 2024

Styrkir til fyrirtækja 

20 umsóknir bárust frá 8 fyrirtækjum í mánuðinum og var lægsti styrkurinn kr. 18.154,- og sá hæsti kr. 315.000, –  Samanlögð styrkfjárhæð var rétt undir tveimur milljónum króna  og á bak við þá tölu 76 félagsmenn.  Það má því með sanni segja að mánuðurinn hafi verið frekar rólegur hvað afgreiðslu styrkja varðar. 

Endurmenntun atvinnubílstjóra
Fallvarnir
Flugvernd
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Grunnnámskeið vinnuvéla
Íslenska
Kerrunám
Lyftaranámskeið á pólsku
Merking vinnusvæða
Öryggisnámskeið
Skyndihjálp
Vinnuvélanámskeið

Styrkir til einstaklinga 

Efling kr. 4.108.805,- 

VSFK kr. 4.486.832,-

Hlíf kr. 3.348.453,-

Inn í tölurnar hér á undan vantar hluta afgreiddra umsókna hjá Eflingu,  þar sem tafir hafa orðið á uppgjöri.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér