Í þessum næstsíðasta mánuði ársins var slegið met í fjölda umsókna sem og ekki hefur fyrr verið greitt jafn há upphæð í styrki á einum mánuði sé árið skoðað í heild sinni. Alls bárust sjóðnum 60 umsóknir frá 27 fyrirtækjum og það var verulega ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki voru að sækja um í […]
Síðasta kaffispjall ársins komið á dagskrá
Síðasta kaffispjall ársins er komið á dagskrá og verður þriðjudaginn 4.desember nk. Fyrir þá sem ekki þekkja þá felur kaffispjallið það í sér að við bjóðum þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, tekið samtalið, lært og leitað leiða til að mæta þörfum fyrirtækjanna og starfsmanna […]
Hótel Aurora fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Hótel Aurora. Starfsmenn fyrirtækisins eru tæplega þrjátíu talsins og er verkefnið að fullu styrkt af Starfsafli. Verkefnið felur í sér að Starfsafl leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu […]
Uppgjör októbermánaðar
Í október bárust sjóðnum 34 umsóknir frá 21 fyrirtæki. Þar af var þremur umsóknum hafnað. Af þeim umsóknum sem voru samþykktar voru 8 vegna eigin fræðslu og 6 vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra. Aðrar umsóknir voru vegna námskeiða fyrir dyraverði, ADR, matvælaöryggi, samskipti og liðsheild, skyndihjálp og persónuverndarlög, svo dæmi séu tekin. Heildarstyrkfjárhæð til fyrirtækja þennan mánuðinn […]
Kaffispjalli Starfsafls vel tekið
Fyrsta kaffispjalli vetrarins var vel tekið en sjóðnum bárust fjölda pósta þar sem ánægju var lýst yfir með þetta spjall okkar. Við hér á skristofu Starfsafls fögnum því og stefnum að því að hafa kaffispjall reglulega, á meðan áhugi er fyrir því. Fundinn sóttu fulltrúar fjögurra fyrirtækja og þar af voru þrír sem aldrei hafa […]
3 H Travel fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við 3H-Travel ehf. Fyrirtækið starfar undir vörumerkinu Inside the Volcano og býður upp á skipulagðar ferðir ofan í eldfjall, eins og nafnið ber með sér. Fyrirtækið hefur verið rekið frá árinu 2012 og telur alls 21 starfsmann auk fjölda verktaka sem starfa fyrir fyrirtækið. Stefna fyrirtækisins í […]
Kaffispjall um fræðslu- og mannauðsmál
Það er komið að fyrsta kaffispjallinu hjá okkur hér í Starfsafli, en vegna anna hefur því ekki verið komið við fyrr. Fyrir þá sem ekki þekkja þá felur kaffispjallið það í sér að við bjóðum þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, tekið samtalið, lært og […]
Capital Hotels fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Capital Hotels. Um klasaverkefni er að ræða sem nær til fjögurra hótela alls undir merkjum Capital Hotels; B59 Hótel ehf, City Park hótel ehf, Hótelkeðjan ehf og Capital inn ehf. Eins og nafnið gefur til kynna er um hótel að ræða, þrú í Reykjvík og […]
Bus4u fær Fræðslustjóra á láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Bus4u í Reykjanesbæ. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 30 talsins og kemur Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu til viðbótar við Starfsafl. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja ti Fræðslustjóra að láni, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á […]
Starfsafl blæs til sóknar
Fyrirtæki sem sem greiða af starfsfólki til Eflingar stéttafélags, Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki til námskeiðahalds til Starfsafls. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér það í gegnum tíðina og sókn í sjóðinn vex jafnt og þétt. Það sem af er ári hafa verið greiddar um 40 milljónir í styrki til fyrirtækja […]