Menntadagur atvinnulífsins 2019

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar í Hörpu kl. 8.30 -12.00. Þema dagsins að þessu sinni er læsi og boðið verður upp á málstofur um kennslustofu 21. aldarinnar og stöðu stráka í lífi og starfi.

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Starfafl hefur styrkt viðburðinn frá upphafi og er styrkurinn í ár 400 þúsund krónur.  

Sjá nánar hér