Bed and Breakfast fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Gistiheimilið Bed and Breakfast í Reykjanesbæ. Gistiheimilið er það stærsta á svæðinu og vel staðsett við Keflavíkurflugvöll. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 20 talsins og  verkefnið að fullu styrkt af Starfsafli.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.

Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins. Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Stjórnendur fyrirtækisins vilja með verkefninu setja fræðslu fyrirtækisins í fastar skorður og fjárfesta þannig enn frekar í mannauð fyrirtækisins.

Ráðgjafi verkefnisins er Miðstöð símenntunar á suðurnesjum.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5107550

Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins.