Fræðslustjóri að láni er verkfæri sem fjöldi fyrirtækja hefur nýtt sér á þeim árum sem liðin eru frá fyrsta verkefninu. Fjölbreytnin er mikil meðal þeirra fyrirtækja og þar á meðal má finna veitingastaði, hótel, fiskvinnslur, heildsölur, bílaleigur og verksmiðjur, svo dæmi séu tekin.
Árið 2024 fengu 7 fyrirtæki Fræðslustjóra að láni. Á bak við þá tölu voru 1383 félagsmenn.
Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsfólki og stjórnendum fyrirtækisins.
Jarðboranir, sjá frétt
Artic Adventures (Straumhvarf hf), sjá frétt
Icelandic Water Holdings, sjá frétt
Dagar hf, sjá frétt
Sólar ehf, sjá frétt
Eimskip, sjá frétt
Blue Car rental, sjá frétt
Árskýrslu Starfsafls fyrir árið 2024 má nálgast á vefsíðu sjóðsins, undir gagnasafn.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnið geta haft samband við skrifstofu sjóðsins.