Eimskip fær Fræðslustjóra að láni
Nýverið var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við fyrirtækið Eimskip ehf.
Fjöldi sjóða kemur að verkefninu en auk Starfsafls koma Landsmennt, Iðan fræðslusetur, Menntasjóður STF og SA, Rafmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.
Verkefnið nær til hátt í 800 einstaklinga sem starfa í hinum ýmsu störfum hjá fyrirtækinu og hlutfall Starfsafls þar af er 17%.
Flestir þekkja til fyrirtækisins og sögu þess sem nær aftur til ársins 1914. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að það hafi verið verið stofnað 17. janúar 1914, þar sem á fimmta hundrað manns koma saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. “Félagið var nefnt Óskabarn þjóðarinnar í fjölmiðlum og töldu að með stofnun þess væri stigið eitt mesta heillaspor í sögu þjóðarinnar og sjálfstæðisbaráttu,,
Í dag er fyrirtækið með starfsemi innan lands sem utan, þar af starfa um þúsund einstaklingar hérlendis.
Á vefsíðu fyrirtæksins segir eftirfarandi um mannauð þess: “Mannauður Eimskips, þekking hans og færni, er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu. Með gildum félagsins; árangur, samstarf og traust, stillir hópurinn saman strengi, byggir öflugt félag og eftirsóknarverðan vinnustað með sterkri liðsheild og metnaði,,
Í umsókn segir að með því að fara í verkefnið Fræðslustjóra að láni þá geti fyrirtækið styrkt sí -og endurmenntun starsfólks, stutt við stefnumótandi markmið, auðveldað þverfaglegt samstarf, stuðlað að þróun hæfs og áhugasams vinnuafls með fjölbreyttum aðferðum og og möguleikum. .
Í umsókn segir að með því að fara í verkefnið Fræðslustjóra að láni þá geti fyrirtækið styrkt sí -og endurmenntun starsfólks, stutt við stefnumótandi markmið, auðveldað þverfaglegt samstarf, stuðað að þróun hæfs og áhugasams vinnuafls með fjölbreyttum aðferðum og og möguleikum.
Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.
Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.
Ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf.
Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5181850
Myndin er fengin að láni af heimasíðu fyrirtækisins.
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.