Vorfundur Starfsafls var haldinn í gær, fimmtudaginn 11. maí á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Þetta var í fimmta sinn sem haldinn er opinn fundur þar sem fulltrúum fyrirtækja, eigendum sjóðsins, ráðgjöfum sem starfa á vegum sjóðsins og öðrum samstarfsaðilum var boðið. Mæting fór fram úr björtustu vonum og heyra mátti almenna ánægju með fundinn […]