Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaunin voru afhent í fyrradag. Fjölgun ferðafólks á Íslandi hefur verið mikil síðustu misserin og við þær aðstæður er sérstaklega mikilvægt að horfa á hvernig hægt er bjóða fjölbreyttari afþreyingu og nýjar ferðavörur. Mikilvægur þáttur […]